Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1934, Page 19

Ægir - 01.05.1934, Page 19
ÆGIR 125 Tilraunir Frakka. Geymsla á nýjum fiski. Eftir því, sem ræðismaður Arends í Boulogne skýrir frá, gera Frakkar nú tilraunir til að geyma nýveiddan sjávar- fisk, svo ekki skemmist, þótt hann sé lengi i skipum. Tilraunir þessar fara fram í fiskiskipa- höfninni La Rochelle á Frakklandi. — Með þeirri aðferð, sem þeir hafa fundið UPP» geymist nýr fiskur í veiðiskipum, eftir þvi, sem fréttir herma, í 30—40 daga og eru þannig 100—150 tonn af fiski flutt á land, sem nýveitt væri. Aðferðin er þessi: Undir eins og fiskur er veiddur, er hann lagður í járnkassa, sem með sérstökum útbúnaði er lokað þannig, að hvorki loft né væta kemst að fiskinum i kassanum. Begar hann er full-pakkaður, getur einn maður lokað honura á tæpri mínútu, og að því búnu er honum komið fyrir í farmrúmi á þar fil búin undirlög og kössunum þannig raðað á þau, að auðið sé að dæla pækli yfir hvern kassa. Pækillinn er 2° til -f- 3°; kælir hann kassana eftir þörf, og fer eftir leiðslum i skipunum, sérstaklega til þess búnum, °g þegar kassarnir hafa verið kældir nieð honum, streymir hann niður í botn skipanna, og þaðan dælt upp i geyma þá, sem leiðslurnar liggja frá. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið á einum ný-tízku togara í La Rochelle, hafa reynst ágællega. Sá togari flutti með þessari aðferð, fisk að landi, sem ný- veiddur væri, eftir 30—40 daga útivist. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1934. 9. Um 7 sm. vestur af Hafnar- bergi á R.eyb:ja,iiesi hefir sokkið skip (S/S Wodan) á 113 m. dýpi. Breidd og lengd ca. 63° 53'.5 N., 23° 01'V. (Eftir hinum þýzku Nachrichten fúr Seefahrer). 10. Leiörétting- við skrá yfir vita og sjómerki á íslandi 1934: Viti nr. 50, Skagaiá. Breidd og lengd er 66° 07' 10", 20° 06' 09". Viti nr. 10, Gerðistangi. Breidd og lengd er 64° 00' 44", 22° 21' 22". 11. Hljóövitinn á Sauöanesi við Siglufjörð hefir tekið til starfa. Tækin eru í sama húsi og ljósvitinn og gefa, þegar þoka og dimmviðri er, þrjú hljóð á mínútu þannig: hljóð 2 sek., þögn 5 sek., hl. 2, þ. 5, hl. 2, þ. 44 sek. Reykjavik 19. maí 1934. Vitamálastjórinn Th. Krabbe. Fiskútflutningur Dana 1933. Miljón kílógr. Miljón kr. Kr. pr. 100 kiló 1933 1932 1933 1932 1933 1932 Síld .... 7,1 6,5 1,2 1,3 17 20 Porskur j og ýsa | 12,2 10,3 4,4 3,6 36 35 Skarkoli . 17,9 20,1 9,6 8,6 53 43 Makríli . . 0,9 1,9 0,3 0,4 39 23 Áll 3,7 3,6 5,7 5.3 155 145 41,8 42,4 21,2 19,2 Þessar tölur eiga að eins við fiskteg- undir þær, sem fluttar voru í kössum, en ekki talið með, það sem dönsk fiski- skip seldu í erlendum höfnum, en á

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.