Ægir - 01.05.1934, Page 22
128
ÆGIR
lög um þetta efni, samkvæmt 23. gr.
stjórnarskrárinnar 18. maí 1920.
Fyrir því bjóðum Vér og skipum
þannig:
1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að skipa
svo fyrir, að leyfi ráðherra þurfi til þess
að mega selja eða flytja til útlanda verk-
aðan eða óverkaðan saltfisk.
2. gr. Brot gegn ákvæðum, sem sett
eru samkvæmt 1. gr., varða sektum allt
að 200 kr. fyrir hvert tonn fiskjar, sem
út hefur verið flutt eða selt.
Með brot gegn lögum þessum skal
farið sem almenn lögreglumál.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur
sér að hegða.
Gert á Skaganum, 25. maí 1934.
Undir Vor konunglega hönd og innsigli.
Chrislian R.
(L. R.).
Magnús Guðmundsson.
Auglýsing
um útflutning á verkuðum og
óvarkuðum saltfiski.
Samkvæmt heimild í bráðabirgðalög-
um útgefnum í dag, skipar rikisstjórnin
svo fyrir, að viðlögðum sektum sam-
kvæmt lögum, að leyfi atvinnu- og sam-
göngumálaráðuneytisins þurfi til þess að
mega selja eða flytja til útlanda verkaðan
eða óverkaðan saltfisk.
Þetla birtist hér með hlutaðeigendum
til leiðbeiningar og eftirbreytni.
í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu,
25. niaí 1934.
Magnús Guðmundsson.
Vigfús Einarsson.
Drifpokar (rekakker).
Nokkrir drifpokar hafa nú upp á sið-
kastið verið pantaðir hér í veiðafæra-
verzlunum og afgreiddir þaðan; var það
Hofsós, sem raun á vaðið, en gerði fyrst
fyrirspurn til Fiskifélagsins, fékk reglur
um, hvernig nota skuli og pantaði sýnis-
horn, sem sent var með eftirkröfu. —
Siðar hafa þorpsbúar keypt 5 eða 6.
Ættu aðrar veiðistöðvar að feta í
spor þeirra, einkum þar sem trillubáta-
útgerð er.
cfle<jir
a monthly review of tlxe fisheries and fish
trade o/ Iceland.
Published by: Fiski/élag íslands (The
Fisheries Association of Iceland) Reykjavík.
Results of the Icelandic Codfislieries
from the beginning of the year I93í io
the 15th oj May, calculaled in fully
cured state:
Large Cod 37.250, Small Cod 9 862,
Haddock 132, Saithe 708, total 47.952
tons.
A.WATSON & CO.,
2, India Buildings
DUNDEE
Exporters of Hessians, Seaming
Twines, Proofed Covers, Min-
illa Ropes, Sisals etc.
Fish consignments carfully
and expeditiously handled.
Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.