Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 5
ÆGIR 131 sýna hvar mest eða minnst áta hefði orðið á leið þess. Af þessu áhaldi hefur prófessor Hardy þegar látið gera nokk- ur stykki, og falið nokkrum skipum,sem eru i ferðum á milli Hull og ýmsra er- lendra hafna að hafa þau í eftirdragi. Eitt var t. d. sett í Goðafoss í fyrra. Annað áhald, sem próf. Hardy hefur fundið upp, er það sem hann nefnir »Plankton Indicator«, og er ætlað fiski- skipum. Einnig það má draga á eftir skipum, sem fara með fullum hraða, og er það mikill kostur, þegar skip eru að leita að síld, og vilja nota átumagnið í sjónum sem leiðarvísi, að geta tekið hverja svifprufuna eftir aðra án þess að minnka hraðann eða tefja sig á annan hátt. Áhaldið er handhægt og einfallt að allri gerð, úr sterkum málmi, og likist helst flugvél. Við svifrannsóknir, sem hér hafa ver- ið gerðar, hefur það komið í ljós, að sildarmagnið í sjónum stendur alla jafna í beinu blutfalli við átumagnið, að minnsta kosti ef um rauðátu er að ræða, eins og oftast er hér við land, á meðan á síld- Veiðatímanum stendur. Rannsóknirenskra skipa, með áhaldi því sem síðast var uefnt, gefur í stórum dráttum alvegsama árangur: Par sem mikið er um átu, er einnig mikil síld, þar sem lítið er um átu, er minna um síld, að minnsta kosti er þetta reglan, enda þótt frá henni geti brugðið. Petta gíldir þegar um hagkvæma stu er að ræða, eins og t. d. rauðátu, sem síldin nærst mikið á, eins og kunn- ugt er. En svo má tilgreina enn tvenns konar átu: 1) átu, sem sildin að vísu etur, ensem þó stemmir stigu fyrir ferðum hennar í sjónum, og 2) , átu eða svif, sem síldin forðast. Af fyrra taginu mætti tilgreina hina svo nefndu vængjasnigla, þeir mynda oft og einntt þéttar torfur við yfirborðið, og síldin etur þá, þegar þeir eru íyrir hendi. En síldin virðist sjaldan eða aldrei fara inn í vængjasniglatorturnar, néigegnum þær, þær mynda því skíðgarð, sem hefta göngu hennar og takmarka svæði það, sem hún er á. Þá er til svif, sem síldin beinlínis forðast, einkum ýmsir smásæir þörungar (dinoflagellata), sem mynda slím. Pelta er helzti árangur af rannsókn- um enskra fiskimanna með áhaldi pró- fessors Hardy. Þeir sem það hafa notað síðustu árin, hafa nú þá reynzlu, sem að framan er greind. Þeir þekkja rauð- átuna, vængjasniglana og slímið, og þeir hafa þetta áhald til þess að rannsaka hvað af þessu er fyrir hendi á þessum og þessum stað. Með áhaldinu geta þeir því leitað að síld, með því að finna þau skilyrði, sem reynzlan hefur kennt þeim að þurfi að vera fyrir hendi, til þess að síld sé á staðnum. Eitt enskt skip, sem var að síldveiðum með reknetum í Norð- ursjónum frá 1. maí til 30. júlí stðast- liðið ár, fór 69 ferðir samtals, og notaði altaf »Plankton Indicator«. í 40 róðrum varð það að leggja nelin þar sem áhald- ið hafði sýnt að litið var um rauðátu, og fékk þá að meðaltali 3 »Crans« af sild í lögn, en í 29 ferðum lagði það þar sem mikið var um rauðátu og fékk í þeim róðrum 9,5 »Crans« að meðaltali, eða 216°/» meiri meðalafla en í hinum róðrunum. Það væri lítill vandi að kenna sjó- mönnum að þekkja þá átu, sem þeir fengju í svona áhald, svo þeir gætu dæmt um hvort að þeir væru á góðum stað, eða hvort þeir gætu vænst afla, og mjög er það vandalaust að faru með áhaldið. Skozk og ensk síldveiðiskip eru nú hvert eftir annað að kaupa svona áhald, til þess að leita uppi með síld, og hafa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.