Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 13
ÆGIR 139 Tuxhamvél. Eigendur eru útgerðar- maður Björn Pálsson og fleiri. 5. Til Sauðárkróks er einnig nýkomið, eimskip, línuveiðari eða síldveiða- skip keypt frá Belgíu. Það heitir »Skagfirðingur«, smíðaður 1923. Stærð: 98 brúttótons. Eigendur h. f. »Tindastóll«á Sauðárkrók. Akranesbrvggjan. Undanfarin sumur hefur verið unnið að hafnarbryggju á Akranesi og hafa skip lagst við hana, þegar veður hefur leyft og vel staðið á sjó, en fullsnemma var byrjað á því, eins og víðar vill verða þar sem verið er að vinna að slíkum mannvirkjum. Gufuskipið »Stat« lagðist við hana og átti þar að losa kolafarm á land, en meðan skipið lá þar, hvessti af landsuðri, svo það náði sér ekki út. Skipið brotnaði og sökk, náðist þó á flot, en varð algert strand, var komið inn að Elliðaám og grotnar þar niður. Þetta var 1. september 1932. 1 vor var sementsskip, (steinnökkvi) dregið hingað til lands, sem Akranesingar höfðu keypt; er ætlunin, að sökkva því og nota það þannig sem framlengingu af mannvirkj- um þeim, sem fyrir eru. Með því leng- ist bryggjan fram, um 60 metra. Sem stendur er steinskipið haft i Hvalfirði, meðan verið er að styrkja það og laga til, áður en því verður sökkt á fyrirhugaðan stað; er Þorbjörn Kle- menzson skipasmiður, verkstjóri við all- an frágang á skipinu, en verkfræðingur Finnbogi Rútur Þorvaldsson hefur haft og hefur yfirumsjón með verkinu í heild. Hvenær skipinu verður sökkt er Ægi ekki kunnugt, en góðar óskir fylgja þess- um línum, að allt mætti lánast sem bezt. Er hér um miklar framfarir að ræða og vonandi komast Akranesingar svo iangt með þetta mannvirki, að þeir fái skjól og hagkvæman stað fyrir eitthvað af vél- bátaflota sinum, þvi á Lambhúsasundi er of þröng og hefur verið i mörg ár og talið, að þar sé nú 8 bátum of margt. Má þakka formönnum og hásetum, að stórljón hafa ekki orðið á mótorbátum þeirra, hverja vertiðina eftir aðra, því síðan þrengslin á Sundinu urðu mest, er það siður þeirra, þegar ofviðri er í að- sigi, að fara út í bátana og dvelja þar meðan það stendur yfir og varna, að þeir sláist saman, ef þess er kostur. Sénokk- ursstaðar þörf á bátahöfn, er það á Akra- nesi, þvi innsiglingin á Lambhúsasund er ekki að eins hættuleg mjög, heldur má einnig búast við hinu versta er á leguna er komið, t. d. í stórflóðum og SV stórviðrum. Skipið, sem dró nökkvan hingað hét »Hanka« frá Sandefjord; var það lengi á leiðinni og hreppti storma, en nökkv- anum skilaði það í góðu lagi. Hinn 7. júní lagði það aftur af stað og dró þá eimskipið »Vestra« (hét áður Nordland), eign félagsins »Eimskipafélag Vestur- lands« h.f, FJateyri. »Vestra« var lagt á Skerjafjörð hinn 11. júlí 1932, fór þaðan hinn 7. júni þ. á.; vantar því mánuð upp á tveggja ára veru hans þar. Skipið er of gamalt til þess að viðgerð svari kostnaði og mun það nú selt til niðurrifs. Markarfljótsbrúin var vigð hinn 1. júlí. Gerði það ráð- herra Þorsteinn Briem ; voru hátíðahöld mikil og viðstatt fólk skipti þúsundum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.