Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 4
130 ÆGIR félags segla og reiðagerðarmanna í Rvík. Undir umsjón þeirra fer fram próf í seglagerð á næstunni og er það í fyrsta sinn sem prófað er hér í þeirri grein og gefið út sveinsbréf. Orðið reiðagerðamaður er afar stirt og ljótt orð og nær alls ekki þvi hugtaki, sem ætlast er til. Á dönsku er sá nefnd- ur Rigger, sem útbýr reiða á skip, kem- ur honum fyrir eins og hann á að vera á því og fl. og er það sérstök iðngrein og vandasöm. Englendingar segja einnig Rigger og aldrei annað. Hvers vegna get- um við þá ekki nefnt þá menn riggara, sem hafa það verk með höndum að láta siglur, reiða og kaðla í skipin. Það er stutt og laggott orð og ekki verra að nota það, en t. d. orðin bll, bíó, hótel og mörg fleiri orð, sem notuð eru dag- legu tali, vegna þess að annaðhvort eru enn ekki mynduð ný orð yfir þetta, eða þá nýyrði eru svo stirð og afkáraleg að fólk vill ekki nota þau. Hvoit sem orðið riggari verður notuð eða ekki, þá væri æskilegt, að orðið reiðagerðarmaður, væri á einhvern hátt endurbætt, því það er áreiðanlega víst, að »Rigger« er ekki ætlað að vinna hin mörgu verk og mismunandi, sem orðið reiðagerð felur í sér, en ætlast er til að hann vinni margt, sem orðið alls ekki bendir til. Prófvotlorð skipstj. Jóhannesar Rjarna- sonar að Bjargi í Reykjavík — fyrir teikningar, snið og saum á seglum, er úlgefið af seglgerðarmeistara August 01- sen Nyhavn 41 og dagsett i Kaupmhöfn 4. marz 1903. Pað mun hið eina vottorð um próf í þessarí vandasömu iðn, sem til er hér á landi. Reykjavík 14. júní 1934. Svbj. Egilson. Prófessor Hardy og rannsóknir hans fyrir síldveiöarnar. Einn af þeim mörgu, sem inna af hendi vísindalegt starf fyrir sjávarútveg- inn í Evrópu, er prófessor Hardy í Hull. Hann er prófessor í dýrafræði við há- skólann í Hull, en á nokkuð annan hátt en venja er til á Norðurlöndum, því að mikill hluti starfs hans er i því fólginn að fræða fjöldann um hagræna dýra- fræði. Verksvið hans nær því langt út fyrir hóp háskólastúdenta, enda þótt hann sé embættismaður enska skóla- heimsins. Auk kennslu og annara fræðslu- starfa, fæst prófessorinn mjög mikið við sjávarrannsóknir, og hefur til þess þrjá vísindalega aðstoðarmenn. Einn þeirra dr. Henderson, kom hingað snöggvast í fyrra sumar. Prófessor Hardy hefur fundið upp ýms áhöld til svifrannsókna, en þær eru það fag, sem hann helgar krafta sína og sinna starfsmanna, fyrir honum snýst allt um það að kenna fiskimönnum að finna sild í Norðursjónum við strendur Bretlandseyja. Hefur hann fundið upp eitt mikið áhald, sem hann kallar »Plankton Recorder«, og hefur undanfarið verið að gera tilranir með það. Áhald þetta er líkast neðansjávarbát, og er ætlað rann- sóknaskipum. Það hefur þann kost að það má draga á eftir skipum á fullri ferð, en það sem er ennþá betra: það sýnir hversu mikil áta er á hverjum stað í sjónum, þar sem það hefur verið dreg- ið, þó að það sé dregið i striklotu yfir langt svæði. Væi i það t.d. hengt aftan í skip sem færi með fullum hraða frá Horni að Langanesi, og aldrei tekið inn, fyr en leiðin væri á enda lögð, myndi það þó

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.