Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 16
142 ÆGIR Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi janúar—marz 1934. Vertiðin hér vestra, frá nýáritil páska, var að þessu sinni stutt en þó sæmlega aflasæl, og má teljast mjög góð þegar þess er gætt, hversu aðalveiðitímabilið var stutt. 1 janúarmánuði var mjög sjaldan til fiskjar farið, aflnn lilill og fiskur seldur í isfisktogarana. Upp úr mánaðamótunum tók afli að glæðast og mátti heita hlaðfiski frá miðj- um febrúar og fram að páskum. Má því telja vetrarvertíðina hér mikið góða þeg- ar á allt er litið. Mundu afkomuhorfur sjómanna því eftir atvikum sæmilegar, ef vorvertíð hefði reynst að sama skapi. En það er öðru nær en svo verði, því þótt vorvertíð sé eigi að fullu lokið enn þá, er þó svo mikið séð, að hún ætlar þvi miður að bregðast hrapallega. Að öðru leyti bíður það næstu skýrslu að greina frá afla- brögðunum í veiðistöðvum fjórðungsins í vor. Hér fer á eftir yflrlit um vetraraflann í veiðistöðvum fjórðungsins. Pateksljörður. Togararnir tveir þaðan öfluðu yfir marzmánuð 380 smálestir. I fyrravetur fengu sömu skip frá miðj- um febrúar til páska (um miðjan apríl) 750 smálestir. Bíldudalur. Tveir línugufubátar þaðan öfluðu nú 200 smálestir. Þeir byrjuðu í febrúar. í fyrravetur fengu sömu skip um 170 smál. en lögðu þó mun meira af afla sínum upp syðra en nú. Pingeyri. Þaðan gengu nú þrjú línu- gufuskip eins og í fyrra og öfluðu um 297 smál. 1 fyrra vetur fengu skip þessi 403 smál. Flateyri. Þaðan gengu nú 13 vélbátar, þar af 1 bátur frá Stykkishólmi, og öfl- uðu um 366 smál. fiskjar. í fyrra vetur fengu sömu bátar aðeins 368 smál. Suðureyri í Súgandafirði. Þar aflaðist í vetur á 6—7 vélbáta 256 snrál. I fyrra nam vetraraflinn þar einungis 180 smál. Bolungavík. í vetur gengu þaðan 17 vélbátar og öfluðu samtals um 260 smá). Veturinn 1933 voru bátarnir taldir 20, og ferrgu þá 336 smál. Hnifsdalur. 7 vélbátar gengu þaðan í vetur og fengu um 240 smál. í fyrravetur voru bátarnir þar lengst- um 8 (einn þeirra fórst i marz-lok) og öfluðu þá ekki nema 213 smál. ísajjarðarkaupstaður. Þaðan gengu á fiskveiðar í vetur, 1 togari, 15 stórir vél- bátar og 7 smærri. Aflafengur skipa þess- ara talinn i vetur 959 srnál. Auk þess lögðu bátar Samvinnufélagsins upp syðra um 250 smál. fiskjar og ennfremur vél- báturinu Percy allan sinn vetrarafla. í fyrra vetur voru talin stunda veiðar frá Isafirði, 1 togari, 1 linugufubátur að nokkru, 14 stórir vélbátar og 9 smærri. Aflinn 1234 smál. Aflafengurinn er því sizt minni hlutfallslega nú í vetur. Áljlafjörður. Þar aflaðist á 7 vélbáta í vetur 287 smál. í fyrravetur voru bátarnir þar taldir 8 og fengu þá 249 smál. Annarsstaðar en að framan greinir, voru fiskveiðar ekki stundaðar, utan lit- ilsháttar fyrir páskana i Aðalvík. Eins og framanritaðar tölur bera með sér, er vetraraflinn í fjórðungnum í bezta lagi. í fyrravetur var veiðitíminn tveim vik- um lengri, að minnsta kosti, því páskar voru þá eigi fyr en um miðjan apríl. Auk þess var og ofurlítið saltað af

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.