Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 15
ÆGIR 141 Reglugerð um bann við dragnótaveiði í land- helgi við Dýrafjörð í Vestur-ísafjs. Samkv. 8. gr. laga nr. 55, 7. maí 1928, um bann gegn dragnótaveiði i landhelgi, eru hér með sett eflirfarandi ákvæði; 1. gr. Enginn má nota neina tegund dragnóta, þar á meðal kolanætur (snurre- vaad), til fiskveiða í landhelgi innan línu frá Þúfu austan Dýrafjarðar og í Sléltu- nestá vestan við fjörðinn á tímabilinu frá 1. september til 30. nóember ár hvert. Bann þetta nær jafnt til allra skipa og báta, sem slík veiðarfæri nota. t*ó skal eigendum og nothöfum jarða þeirra, er að sjó liggja á bannsvæðinu, heimilt að nota ádráttarnætur og draga þær á land. 2. gr. Lögreglustjóra og skipum þeim, er hafa á hendi landhelgisgæzlu, ber að annast um að bannákvæðum reglugerð- ar þessarar sé hlýtt. 3. gr. Brot gegn reglugerð þessari varð- ar þeim sektum og viðurlögum, sem á- kveðin eru í framangreindum lögum. Reglugerð þessi gengur í gildi 1. sept. 1934, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og saragöngumálaráðuneytið, 1. júní 1934. Magnús Guðmundsson. Vigfús Einarsson Iðnfræðingur Fiskifélags ístands. Vorið 1933 lauk hr. Þórður Þorbjarn- arson námi við háskólann i Halifax og var þá ráðinn starfsmaður Fiskifélagsins. Um sumarið dvaldi hann hér á landi, en hélt til London til frekara náms í september. Þar stundaði hann nám hjá fjörefna- fræðing prófessor I. C. Drummond við Universily College í London og dvaldi þar í 9 mánuði. Hinn 16. júní s. 1. kom hann lil Reykja- vikur og tekur þegar til starfa, við sild- arrannsóknir, um veiðitímann. Reglugerö um bann við dragnótaveiði í land- helgi fyrir Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 55, 7. maí 1928, um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi, eru hér með sett eftirfarandi ákvæði: 1. gr. Enginn má nota neina tegund dragnóta, þarámeðal kolanælur (Snurre- vaad), til íiskveiða í landhelgi innan línu frá Stapatá austan Viðvíkur í Fossdal í Gunnólfsvikurfjalli á tímabilinu frá 1. september til 30. nóvember ár hvert. Bann þetta nær jafnt til allra skipa og báta, sem slík veiðarfæri nota. Þó skal eigendum og nothöfum jarða þeirra, eraðsjó liggja á bannsvæðinu, heimilt að nota ádráttarnætur og draga þær á land. 2. gr. Lögreglustjóra og skipum þeim, er hafa á hendi landhelgisgæzlu, ber að annast um að bannákvæðum reglugerð- ar þessarar sé hlýtt. 3. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða þeim sektum og viðurlögum, sem á- kveðin eru i framangreindum lögum. Reglugerð þessi gengur í gildi 1. sept- ember 1934 og birtist til eftirbreytni öll- um þeim, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 5. júní 1934. Magnús Guðmundsson. Vigfús Einarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.