Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 14
140 ÆGIR SydneYbrúin. Hundrað ára gamall draumur rættist þegar hin mikla brú yfir höfnina við Sydney var opnuð til umferðar, hinn 19. marz 1932. Brúin er helmingi þyngri en nokkur önnur, af svipaðri gerð. Hafið (þ. e. það, sem brúin spennir yfir) ensku »Span«, er 1650 fet og er að eins 25 þumlungum styttra en á »Kill van Kulk brúnni, i New-York, en helm- ingi þyngra og 70 fetum breiðara. í hafinu (the Span) eru 38 þúsund tonn af stáli og allt gólfið er 12 þúsund tonn að þyngd. Brúin er 160 feta breið og ber 128 brautarlestir, 6 þúsundvagna og 40 þúsund fótgangandi fólk fram og aftur um hana, á klukkustund. Boginn sem ber gólfið, er 440 fet yfir sjávarflöt, liggja hinir efri strengir í þeirri hæð, en hinir neðri 90 fetum neðar eða í 350 feta hæð yfir sjávarflöt. Steinsteypuakkerin við hvorn enda brúarinnar, eru 285 fet yfir sjávarflöt og 81 fet hærri en brúargólfið. Hugmyndina um brú yfir höfnina, fékk fyrstur allra, Francis H. Greenway, verk- fræðingur rikisins, árið 1815. Árið 1857 lagði Peter Henderson fram teikningu brúar á þessum stað; var hann verk- fræðingur og hafði unnið hjá Georg Stephenson. Til skarar skreið þó fyrst, þegar ráðherra (verklegra framkvæmda) E. W. O’Sullivan auglýsti eflir leikn- ingum og kostnaðaráætlunum við brú- argerðina. Dr. J. J. C. Bradfield afhenli teikningar sínar og áætlunarkostnað 1912 og var þá kjörinn til að hafa yfirumsjón með fyrirhuguðu verki. Hinn 24. marz 1924 undirskrifaði verkfræðingur Law- renc Ennis, fyrir hönd verkfræðinga- firmans Dormann Long & Co, samninga um brúargerðina, þar sem þeir taka að sér að fullgera hana á 6 árum fyrir 4.217.721 pund sterling. Á tilteknum tíma var verkinu lokið og það virt á 4.900.000 pund sterling. Teikningar þær og upp- drættir, sem farið var eftir við hrúar- gerðina, urðu milli 6—7 þúsund að tölu, áður en öllu verkinu var lokið. Með afleggjurum að brúnni er lengd hennar alls 28/* enskar mílur og kostn- aður alls verksins 6.250.000 pund sterl- ing. Brúin er talin vera meistarastykki verkfræðinnar. Þangpest viö Danmerkurstrendur í norska blaðinu Aftenposten 24. maí er skeyti frá Kaupmannahöfn og hermir það, að þangið við strendur Danmerkur sem venjulega er nefnt »álagras«, sé al- veg að hverfa. Hefur borist í það sjúk- dómur, sem gerði mjög vart við sig í þangi við strendur Hollands og Frakk- lands í fyrra. Pað er nokkurskonar svepp- ur, sem myndast innan í þanginu. Koma fyrst brúnir blettir á blöðin og svo verða þau alveg svört og þangið fellur til bolns, en skolar ekki á land. Ástæðan til þess er sú, að sjúkdómurinn eyðileggur loft- blöðrurnar, sem halda þanginu uppi. Pangpestin byrjar þar sem dýpst er, en færist svo nær og nær landi þannig að allur botngróður hverfur smám saman. Segir í skeytinu, að pestin muni eyða öllu þangi við Danmerkurstrendur, og þetta muni valda döskum fiskimönnum stórtjóni, því að jafnframt hverfi áll og þorskur, sem halda til i þanginu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.