Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 6
132 ÆGIR hina beztu trú á góðum árangri, eftir þeirri reynzlu sem þegar er fengin. Pró- fessor Hardy leggur ekki áhöldin til, heldur selur þau, en fær svo skýrslur hjá skipunum yfir hvernig útkoman af notkun áhaldanna sé, svo að sú reyzla, sem safnast, geti sem fyrst komið sem flestum að gagni. Prófessorinn hefur lán- að mér eitt af þessum áhöldum til reynslu, það var notað talsvert síðastliðið sumar og mun nú verða notað aftur í sumar. Þykir mér líklegt að það gæti verið mikill ávinningur að nota það hér við land, og myndi ég með áhuga fylgja þvi, ef ein- hverjir keyptu áhöld þessi á skip sín.og notuðu þau dyggilega, væri mér ljúft að gefa allar upplýsingar um það efni. Fyr- ir þá sem vildu panta þau, endurtek ég nafnið, áhaldið heitir: »Plankton Indica- tor« og fæst hjá: Messrs. V. D. Limited, 54 Victoria Street, London, S. W. 1. Pað kostar 10 Guineas, á staðnum með öllu, sem til þess þarf, og færi þá líklega upp í ca. 250 kr. hingað komið. Árni Friðriksson. Frá utanríkismálaráðuneytinu. 21/c 1934. í framhaldi af bréfi ráðu- neytisins, dags. 16. apríl s. 1., varðandi upprunamerki á vörum, sem fluttar eru til Bandaríkja Ameríku, skal Fiskifélagi íslands að gefnu tilefni, bent á, að heiti upprunalandsins verður að vera stafað á enskri tungu og verður því, að því er íslenzkar afurðir snertir, landsheitið »Iceland« að vera sett á umbúðir varanna. Um mánaðamótin júní—júlí, er verið að búa skipin frá Reykjavík á síldveiðar. Munu þau halda norður upp úr mánaðamótum. Frá Hafnarfirði eru þegar nokkur farin. Landskjálftar. Skammt er nú milli náttúruviðburða hér á landi. Að því er menn vita bezt, byrjaði hið stórkostlega gos í Vatnajökli föstudag hinn 30. marz s. 1. og 2. júní laust eftir hádegi, kom hinn fyrsti jarð- skjálftakippur af mörgum og lagði þorp- ið Dalvík í rústir á svipstundu. Þar og í Svarfaðardal varð tjónið mest, en viða urðu stórkosllegar skemmdir áhúsum og eignum manna, t. d. í Hrísey. Hinn fyrsti kippur mun hafa fundist nálega um allt land, en þó mest kring- um Eyjafjörð. Veðurstofustjóri Þorkell Þorkellsson, athugaði þegar jarðskjálftamælana og eftir því sem þeir bentu á, áttu upptök landskjálflanna að vera í stefnu NNA frá Reykjavík í 300 kilómetra fjarlægð, og hefðu þá upptökin átt að vera fyrir norðan land, nálægt Grímsey, en allar þær fregnir sem bárust að norðan, benda til, að þau séu vestanmegin Eyjafjarðar, skammt frá Svarfaðardal. Á rúmri mínútu urðu um 200 manns húsnæðislausir í Dalvík. Eignatjón er menn urðu fyrir á jarðskjálftasvæðinu, mun híð mesta, er sögur fara af hér á landi, því allt það er eyðilagðist er miklu dýrara, bæði byggingar og munir, en áður var, er jarðskjálftar lögðu torfbæi og útihús í rústir, sem voru miklu ó- dýrari mannvirki en nú. Þegar jarð- skjálftinn mikli varð í Ölvesi, síðari hluta sumars 1896, hefði eignatjón sýnt sig bezt, hefði þar verið þéttbýli og hús úr steinsteypu. Frétlir þær, sem hingað bárust, vikuna eftir 2. júni, skýra svo frá: Af 35 sleinhúsum, sem voru í Dalvík, er talið að aðeins 4 — 5 séu lítið sem ekki skemmd, en víst að 7 þeirra séu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.