Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1934, Blaðsíða 17
ÆGIR 143 janúaraflanum 1933, en nú ekkert. Fisk- hlutir háseta í veiðistöðvunum hér nær- lendis voru hæstir, sem hér segir: Á ísafirði 800 kr., í Álftafirði um 700 kr., i Hnífsdal 660 kr., í Bolungavík um 700 kr. og á Flateyri um 600 kr. í fyrra voru hæstir hlutir taldir: Á Isafirði 800 kr., i Bolungavík 817 kr., í Hnifsdal 660 kr., í Álftafirði um 900 kr., og á Flateyri 916 kr. Að öðru leyti ber að athuga það, að hér er einungis að ræða um hæstu afla- hlutina. Bæði í fyrravetur og eins nú, er allur þorri bænda með 300—500 króna hlut og þaðan af minna, margir þeirra. Pegar þessa er gætt sést, hversu at- vinnan við fiskveiðarnar er rýr hjá öll- um þorra sjómanna, þegar vorvertíðin, er oftast er talin aðalveiðitímabilið í veiðistöðvunum hér vestra, bregst jafn hrapallega og nú. Fiskverðið var nú hér í veiðistöðv- unum almennt um 8 aura kg. af óflött- um fiski, sumir eru og teknir að selja fiskinn með haus óslægðan, og mun verð hans hafa verið 6V2 ejrrir kg. I fyrravetur var fiskverðið 9’/3-9 a. kg. af óílöttum fiski, en lækkaði í önd- verðum april niður í 7'A eyrir kg. Útvegur helzt svipaður i aðalveiði- stöðvum fjórðungsins, fáeinir nýir bátar bætast við, í stað þeirra, sem farast eða eru seldir burtu. Við bátalölu ísafjarðar ber það að at- huga, að þrír norðlenzkir bátar hafa stundað þaðan veiðar í vetur. Og enn fremur einn úr Álftafirði. — Togarinn Hafstein hefur nú ekkert lagt uppvestra i vetur. Nokkrir menn á ísafirði beittu sér í vetur fyrir stofnun nýs útgerðafélags, er nefnist »Huginn«. Er verið að byggja nýtízku vélskip handa því félagi i Dan- mörku. Eru tvö þeirra væntanleg til ísa- fjarðar um miðjan júlí, og munu þá strax fara á síldveiðar. Það verður að teljast mjög lofsvert, er menn brjótast í að auka fiskiflotann nú á tímum, er flestir, sem þess eiga kost, draga sig út úr þálttöku í útgerð. Að öðru leyti minnist ég ekki mark- verðra tíðinda i útvegsmálum fjórðungs- ins þenna ársfjórðung. ísafirði, 5. júní 1934. Krislján Jónsson, frá Garðsslöðum. Ensk herskip. Hinn 31. maí s. 1. kom enska beiti- skipið »Frobitcher« til Reykjavíkur og stóð við til 4. júní. Hinn 19. júní kom orustuskipið »Nelson« og með því tund- urspillirinn »Crescent«. »Nelson«, sem ristir 30 fet, lagðist á sama stað og »Rodney« 1930, en »Cres- cenl« lagðist á Rauðarárvikina. Ægir sér sér ekki fært að lýsa skip- inu »Nelson«, til þess skortir bæði þekk- ingu og orð. Fólki frá landi var boðið að skoða skipið og gerðu það margir, undruðust stærð þess og búnað allan á þilfari, en þar var margt, sem ýmsa lang- aði til að sjá undir þiljum, t. d. hinar miklu vélar, sem geta knúð hið afar- þunga, 35 þúsund lesta skip, 23 sjó- mílur á klukkustund, en aðgangur að vélarúmi var að vísu ekki bannaður, þess þurfti ekki, því þar var allt læst og svo var víðar. Skipshöfn er um 12 hundr- uð manna. líkt og ibúatala, t. d. Akra- ness, var fyrir 4—5 árum, en munurinn er sá, að á »Nelson« er að eins um full- orðna karlmenn, á bezta aldri að ræða, en á Akranesi, karlmenn konur og börn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.