Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 7
Æ G I R 61 veiðiaðferðir með henni. Um hana liefur verið slaílt hæði i »Ægi« og öðrum hlöð- um, en slíkar stælur eru öldungis út í loftið, einn þykist vita hetur en annar, og sá sem síðast »hafði orðið« þykist vitrastur. Verði dragnótin almennt veiðarfæri hér við land, þegar allt verður að reyna til að aíla fjár, og sem engar lilaða- greinar gela slöðvað, eins og komið er, þá er fyrsta skilyrðið að þeir, sem kaupa veiðarfærin, kunni með þau að fara og veiða með þeim. Víða hafa menn sett sig í þann kostnað, að kaupa dragnætur og allt, sem fylgja ber, en víða má líka sjá dráttarkaðla á skúrþökum mánuðum saman, þótt gæftir séu í hezta lagi, og grunur er sá, að þeir liggi þannig vegna þess, að ekkert eða lítið hefur aílast með dragnótinni. En spurningin er, hefur dráttarköðlum verið lagt þannig í sjóinn, að nokkur von væri um, að fiskur kæmi í nótina, því undir því er veiði komin, að þeim sé lagt rétt. Undirrituðum hefur ávalt verið mein- illa við dragnót á grunnmiðum, og aldrei dottið i luig að rengja frásagnir reyndra, eftirtektarsamra formanna um, hve mjög hún getur spillt veiði og jafn- vel veiðarfærum fiskimanna, þegar hún er dregin dag eftir dag á þeirra slóðum. En nú fer veiðarfæri þetla að verða svo almennt og frásagnir um aíla þeirra, sem kunna með það að fara, svo áber- andi, að einhverjar leiðheiningar verður að gefa þeim, sem ekki eiga kost á til- sögn, og liggja máske með dragnætur, sem eru þeim hyrði, vegna vankunnáttu við veiðiaðferðir og bætingu, þegar þær rifna. Sé nót ekki bætt rétt, í'er oftast svo, að lítið fæst í liana, þ. e. hún er ekki eins veiðin og væri hún l)ætt rétt. En út í ])að verður ekki farið hér. Ikið er sérstök list að ríða og bæta net, sem menn verða að læra, og útskýring- ar á pappírnum koma þar að litlu liði. Reykjavik, í febrúar 1936. Sveinbjörn Egilson. Skýrsla erindreltans í Vestfirðingafjórðungi, ágúst—desember 1935, og' ársyfirlit. Þorsltafli og' afkomuhorfur í veiðistöðvunuin. Ekki þarf að þvi að spyrja, sem öll- um er kunnugt, að aílatregða hefir ver- ið svo mikil í gervöllum Vestfirðinga- fjórðungi, að lieita má, síðastliðið ár, að nær eins dæmi er. í maíblaði Ægis gerði ég grein fyrir vetraraílanum, en í ágústblaði er skýrt frá voraflanum. Þar er og ger saman- burður á vetrar- og voraflanum við und- anfarin ár. Þorskaflinn síðan í ágúst og reyndar síðan snemma í vor, hefir verið svo rýr hér í nærveiðistöðvunum að undrun sætir. 1 ágúst var t. d. oft, ekki nema um 500 kg í veiðiferð á dýpstu miðum og á íjölda lóða. I seplember og fram að þessum tíma, hefir mjög lítið verið stundaður sjór. Héðan úr bænum hafa smærri bátar farið til fiskjar í Djúp- ið lil að afla fiskjar handa bæjarbúum, og hafa oft eigi fengið meira en um 100 kg á dag. Að afstöðnu stórviðrinu hinn 14. des. lilnaði eitthvað afli á dýpri mið- um. Hnífsdælir fengu þá, í vikunni fyr- ir jólin, um 3500 kg, mest á skip. Aflinn var seldur í togara, og fór Hávarður ís- firðingur með bátafisk úr Hnífsdal og Bolungavik fyrir jólin. Ekki hefir verið saltaður fiskur lil útllutnings hér í nær- veiðistöðvunum síðan seinl i sumar og þá litilsháttar, afgangur þess, er látið var í ísfisktogarana.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.