Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 12
Æ G I R 66 fyrir alvöru í suinar. Fiskimálanefnd mun að visu, i samráði við stjórn Ríkis- verksmiðjanna, hafa hrint máli þessu til framkvæmda. En frumherjanna er samt rétt að minnast, þeirra, sem byrjuðu og trú höfðu á mikilvægi þess meðan aðrir voru vantrúaðir. Eftir því, sem l'róðir menn telja, hefir ú tfl utni ngsverðmæti karfaafu rðanna nu m- ið um 400 þúsund krónum. En auk þess er svo hin mikla atvinnuaukning á veiðiskipunum og hjá landverkafólki, svo og ágóði veiðiskipanna sjálfra, scm kvað vera eftir atvikum álitlegur, jafn- stuttan tíma og hér er um að ræða. Kampalampaveiðar. Þær voru stund- aðar héðan um tíma í sumar af þeim 0. G. Syre og Simon Olsen. Áður hafði Sveinn Sveinsson hyrjað veiðar þessar, ég hygg fyrstur hér, og gat ég þess i skýrslu minni í 2. hlaði Ægis 1931. Veiðarnar gengu vel, enda víst stundað- ar af góðri kunnáttu. Voru þeir félagar mest að veiðum í Djúpfjörðunum, eink- um Hestfirði, en á þann fjörð gengur eigi þorskur. Fengu þeir stundum um 400 kg. á dag, en í Noregi segja kunnugir, að vel sé lalið veiðast, fáist 200 kg. á dag með sömu veiðitækjum. Þessar kampalampa- eða rækjuveiðar, eins og nú er farið að nefna þær á íslenzku, eru orðnar all-mikilsverð atvinnugrein i Nor- egi, hafa eflst mjög síðari árin, og nú kváðu Norðmenn húast til að hefja þessar veiðar í stórum stíl við Svalbarða. Talið er, að útflutt sé frá Noregi framt að 2 miljón króna virði í nýjum kampa- lampa á ári. Er þá ekki ialið það, sem út er ilull niðursoðið, en það mun all- mikið. Eftir þeirri reynslu, sem Jiegar er fengin, virðist gnægð af kampalampa bér í djúpinu. En þá eru það markaðs- skilyrðinin, sem brestur. Þetta, sem veiddist hér í sumar, var reynt að selja innanlands og i farþegaskipin, en altof lílið seldist. Til þess unnt verði að stunda þessar veiðar, þarf að setja á stofn nið- ursuðu í þessu skyni. Eftir þeim upp- lýsingum, sem þegar eru fyrir hendi, eru þessháttar niðursuðutæki ekki ýkja dýr. Fiskimálanefnd hefir liaft mál þetta lil athugunar, fyrir áskorun bæjarstjórn- arinnar hér, og hefir hæjarstjórnin ný- lega samþykt að leitast eftir alt að 25 þúsund króna láni hjá Fiskimálanefnd til stofnsetningar niðursuðuverksmiðju o. fl. í þessu skyni. Er þegar farið er að ræða um félags- skap í þessu skyni, en ekki mun þó fastur rekspölur kominn á það mál enn- þá. Geta má og þess hér, að ýmsir, er notað hafa kampalampann til beitu, telja hann ágætan til þess, og má þá, ef til vill gera sér vonir um að beituþöríinni verði betur fullnægt með kampalampa- veiði en t. d. skelfisktókunni, sem bæði er erfið, dýr og seinunnin. Veiðitækin sjálf eru ekki ýkja dýr. Segir mér kunnugur maður að allur út- búnaður, nót, strengir og hælileg vinda, muni kosta um 2000 krónur. Vátryg’ging opinna vélbáta. Eftir fyrirmælum Fiskifélagsins hefi ég reynt að stofna vátryggingarfélög fyr- ir opna vélbáta hér i sjávarplássunum, samkv. lögum nr. 20 frá 9. jan. 1935. Sendi ég fyrst deildarformönnum og ýmsum öðrum lög og reglugerð þá, sem Fiskifélagið hefur samið og hvatti þá bréflega til að stofna vátryggingarfélög. Síðan fór ég norður í Steingrimsfjörð í lok júni. Náði ég mörgum bátaeigend- um saman á fund á Drangsnesi ogræddi þar mál þetta, ásamt fleiru. Síðan hefi ég ált tal um þetla við ýmsa menn víðs- vegar í fjórðungnum og rætt það á deilda-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.