Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 16
70 Æ G I R »Reykjaborg« R. E. 64. Hinn 24. febr. síðdegis, lagðist nýkeypt botnvörpuskip að liafnariiakka í Revkja- vík og er hið stærsta seni íslendingar hafa eignast. Þelta er Reykjaborg, eign hf. »Mjölnir«, sem hér var stofnað í sl. jannar; skipa þar stjórn, Björn Olafs, Mýrarhúsum, Geir Sigurðsson, skipstjóri og Jón Björnsson, kaupmaðnr. Hluthaf- ar eru um 20. Frakkneskt útgerðarfélag lél smíða skipið árið 1927 og hefur haldið því á veiðum við Newfoundland og hefur það reynst liezta skip. Það er 089 brúttolestir að stærð, 275 lestir netlo og liefur 250 hestaílagufuvél. Það er búið öllum nýtízku siglingatækj- um. Auk þess er þar beinamjölsvél, sem malað getur 10 lonn af hráefni ádagog skilar úr því 2 tonnum af mjöli. Vélin er keypt í Englandi, til reynslu, og er vélasmiður, Iíendall að nafni, með.skip- inu og kennir hann þeim, sem síðan taka við, hvernig nota skuli hana og gera við það, sem atlaga kynni að fara. Guðm. Jónsson skipstjóri, Geir Sig- urðsson og Jón Oddsson, útgérðarmaður í Hull, völdu og keyptu skipið í Bou- logne sur Mer á Frakklandi, sigldu því siðan til Hull og fluttu heim kol. Hinn 3. marz lagði Reykjaborg í sína fyrstu veiðiför; er þar Guðmundur Jóns- son skipstjóri, er áður var á bs. Skalla- grími og stýrimaður er, Kristján Schram. Alls er skipshöfnin 42 menn. Ægir flytur eigendum Reykjaborgai-, beztu óskir um góða framtíð og arðsemi þessa lyrirtækis, sem þeir með fjárfram- lögum og erfiði hafa unnið að og aukið með þvi, útgerð landsins og veitt vinnu, sem um munar. Um kúíisktekj una eftir Kolbein Jakobsson frá Dal. Sagn kúfisktekjunnar í Isafjarðarsýslu. Arið 1879 eða 1880, smíðaði fyrstur manna, Sumarliði gullsmiður Sumarliða- son, er þá nokkur ár var búinn að vera bóndi í Æðey, plóg, sem hann hélt að hæfur mundi reynast til að plægja kú- fisk með á þann hátt, að 4 menn á bát gætu róið fyrir honum og dregið hann á mararbotni el'tir bátnum. Var plógur þessi allur úr járni. Til reynzlu fór Sumarliði með ])lóg þenna, einn góðan veðurdag inn að Ár- múlajaðri við Kaldalón, með 5 menn á bát, því þar hafði liann heyrt, að kú- fislc stundum ræki á land þegar mik- ið væri brim í norðvestan stórviðrum. En ekki varð kúfiskfengur Sumarliða þennan dag meiri en að eins 50 skeljar (kúíiskar); voru þá hásetar hans allgóð- ir ræðarar, sem þó ekki höfðu þrek lil að draga plóginn með róðri sínum, að eins gátu fesl hann í sandbotninum. Sá Sumarliði að þýðingarlaust mundi að reyna þetta aftur. Lá plógur þessi upp frá þessu, hreyfmgarlaus á Norðurbæjar- klöppum, meðan Sumarliði var í Æðey. Mun ekkert boð hafa fengist í þenna smíðisgrip Sumarliða á opinberu upp- boði á ýmsum lausafjármunum lians, sem haldið var í Æðey áður en hann fór til Ameríku eða Guðnnmdur Rósin- karsson, sem þá varð bóndi á allri Æð- ey, hefur keypt bann fyrir nokkra aura, enda var gripur þessi hvorki úr gulli né silfri,heldur blátt áfram úr járni, sem áður er sagt. Ilér um bil tveimurárum eftir aðSum- arliði fór úr Æðey til Amerxku, kom hreppstjóri Bjarni Gíslason á Árrnúla út í Æðey, sem oftar, sá þar þenna Sum-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.