Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 11
Æ G I R 65 jafnan ííma. Margir voru ekki tilbúnir á veiðar, fyr en komið var nokkuð fram í ágúst, um J>að, er síldarverðið fór að stíga lil muna. Allahæstu bátarnir eru taldir: Sigurfari frá Flateyri 1050 tn. Helgi frá Bolungavík 940 tn., Einar Þveræingur frá Flateyri og Valur l’rá Súðavík 900 tn. hvor. ísfiskveiðarnar. Eins og undanfarin ár, seldu hátar úr nokkurum veiðistöðvum hér afla sinn i íslisklogara í janúar, yfir sumarmánuð- ina og lílið eill í haust. I janúarmánuði nam háta-ísíiskurínn, af Isaíirði, mest, svo og úr Hnífsdal, Bolungavik og úr Álftafirði sem hér segir: 376,144 kg. þorskur, 24,238 kg. ýsa, 696 kg. lúða, svo og 2,583 kg. gota. Frá 10. júlí til 22. desember var útfluttur hátaísfiskur úr sömu veiðistöðvum, mest úr Álftafirði og Hnífsdal, minna úr Bol- ungavík og lítið af Ísaíirði: 539,927 kg. þorskur, 203,236 kg. ýsa, 78,709 kg, lúða, 16,698 kg. steinbítur. Úr Súgandafirði nam hátalsfiskurinn á tíma- hilinu septemher—desember: 2!),924 kg. þorskur, 42,000 kg. ýsa, 10,568 kg. steinbítur. Alls hafa því samkvæmt ])essu verið fluttar úl rúmar 1503 smálestir bátaísfiskjar á árinu. Að vísu má gera ráð fyrir þvi, að ekki fáist uppgefmn allur ísfiskur, sem hátar selja í togara þá, sem eru sjálfir að veiðum, en kaupa slatta úr hátum með köflum. En ég tel að í ár a. m. k. nemi þetta mjög litlu og ekki teljandi, því togararnir hafa hér umhoðs- menn, sem annast um greiðsla isfiskjar- ins. Arið 1934 nam hátaísfiskurinn hér í umdæminu 2732 smálestum. Fiskveiðanýmæli. Karfaveiðarnar. Einhver athyglisverð- asta atvinnugrein, sem skapast hefir síð- ustu árin, er óefað karfavinnslan. Þetta mál á sér ])ó nokkra sögu, og það er ekki fyrst á þessu ári, sem mönnum hefir hugkvæmst að veiða karfa til verk- smiðjuvinnslu og ekki heldur i fyrsta skifti, sem karfi hefir verið tekinn lil hræðslu. Það mun hafa verið árið 1925, er Kristján heitinn Torfason fékk togar- ann Hafstein til þess að koma með slatta af karfa til Sólhakkaverksmiðjunnar, en Hafstein lagði þar upp síld sína þá. Þctla var tilraun, og var lýsið og mjölið efnagreint og sent til Þýskalands. Þetta gaf ekki það góða raun, að fært þætti að halda lengra, enda reynslan minni i síldarvinnslunni, kunnáttan sennilega minni og tæknin ekki eins fullkomin og uú. Síldarbræðslu-afurðirnar höfðu held- ur ekki öðlast jafn öruggan markað og síðari árin. En þeir Sólhakka-menn, og þó einkum Ásgeir Torfason núverandi verkstjóri Sólhakkaverksmiðjunnar höfðu bjargfasta trú á þvi, að karfaveiðar væru framtíð- aratvinnugrein. Bæði í viðtali og eins á fundum i fiskideildinni á Flateyri, sem ég hefi mætt á, hefir Ásgeir prédikað þetta: Yið eigum að taka upp karfaveiðar á togurunum vor og haust, að sildveiðum loknum. Hér niður á Halanum eru svo auðug karfamið, að togararnir geta hlaðið sig á tveimur til þremur dögum. Karfinn er feitur og auðugur af lý^si; mjölið hlýtur að vera verðmætt, svipað og síldarmjöl. Eins og oft vill verða, þegar um ný- mæli er að ræða, voru menn vantrúaðir á þessar fullyrðirigar Ásgeirs, sem reynsl- an hefir þó að mestu staðfest nú. lýg hj'gg og að Ásgeir eigi þátl í því, að íarið var að veita máli þessu athygli

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.