Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1936, Blaðsíða 26
80 Æ G I R Fyrsti vélbáturinn, smíðaður í Keflavík. Hinn 10. febrúar var settur á ilot vél- báturinn Sæfari II., sem smiðaður hefir verið í Iveflavík, og er það fyrsti vél- bátur, sem smíðaður hefir verið þar. Báturinn er alfur byggður úr eik. Hann er 29 smálestir að stærð með 90 best- aíla June-Munktel vél. Peter Wiglund bátasmiður sá um smíði bátsins. Eigendnr hans eru þeir Elías Þor- steinsson, Albert og Olafur Bjarnasynir, útgerðarmenn i Kefllavík. Skozka síldin 1935. Síld, sem verkuð var í Skotlandi og East Anglia, síðast liðið ár, nam 1.031.921 tunnu, en árið áður voru verkaðar 760.725 tunnur. Ejórum mánuðum áður en veiði- tími byrjaði var búið að fá kaupendur að allri síldinni, að eins 30 þús. tn. var óráðstafað um nýjár, en i byrjun febr. þ. á., voru þær seldar og biðu að eins flutn- ings. Verðið má heita gott. Tveir þriðju hlutar síldarframleiðslunnar hafa verið seldir til Þýzkalands og Póllands. Bæði Jiessi lönd liafa að miklum mun aukið síldarkaup sín, en hlutfallslega er sú aukning meiri hjá Þjóðverjum. Sovjet- Rússland hefur keypt 105.500 tunnur árið 1935, en sala þangað árið 1934 var, 70 þúsund tunnur. Nýtt met í síldveiðum. Síldveiðin við Lowestoft varð meiri í janúarmánuði sl., en sögur fara af. Lát- ið var á land 5.649 crans (1 eran=37‘/« gallon, 1 barrel 262/s gallon, 1 gallon 4V2 liter) og var j)að 6.539 sterlings- pund að verðmæti. Næsl þessu er janú- araflinn 1934, Þá kom á land 1.076 crans, sem sell var fyrír 2.666 sterlingspund. Á einum degi í janúar sl. var látið á land við bryggju, 1.136 crans, af nýveiddri síld. Hákarlaveiðar. Hinn 18. marz, lagði línuveiðagufu- ski])ið »Freyja« R. E. 38, út til hákarla- veiða og 21. s. m. fór »Rifsnes« R. E. 272 einnig til hákarlaveiða. Veiðarfærin eru lóðir og beitan lirossaket og .spik. Er nú orðið æðilangt síðan gert var út á hákarl frá Reykjavík. Fiskileysi er nú um allt Suður- og Vesturland, og svarar afli vart beitu- koslnaði hjá mörgum, sem róið liafa, þegar veður hefir leyft. Aíli alls, sem kominn er á land 15. marz, er um helm- ingi minni en um sama levti í fyrra, eins og sjá má á hls. 75, i þessu hefti. Bátar, sem stunda veiðar frá Reykjavík hafa afskráð háseta og eru hættir veiðum, vegna aflaleysis, Jjar til eitthvað glæðist. (20. íiiarz 1936). Aegir a monthly review of ilie fisheries and fish irade of Iceland. Published by: Fiskifélag íslands (The Fisheries Association oflcelandj Reykjavik. Resulis of tlie Icelandic Codfisheries from the beginning of ihe year 1936 to tlie 15{h of March, calculated in fiilly cured state: Large Cod 3.621. Small Cod 73h, Had- dock 42, Saithe 31, total 4.428 tons. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson Ríkisprentsm. Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.