Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 5
Æ G I R 155 togara þeirra Hellyersbræðra og' var á honum í 4 ár. Síðan keypti ég af þeim togarann „Lord Fisher“ og var á honum i 2 ár. Lét ég þá smíða nýjan togara, er iieitir „Kópanes“ og fór ég sjálfur á hann, en átti „Lord Fisher“ einnig áfram, þang- að til liann strandaði við Melrakkasléttu árið 1930. Arið 1932 lét ég smíða „Rifs- nes“ og fór ég skipstjóri þangað. Tveim- ur árum síðar lét ég svo smíða „Brim- nes“ og „Reykjanes". — Ég liefi nú fyrir nokkru selt „Kópanes" og nú nýverið seldi ég sama félagi og seldi „Jón Ólafs- son“ liingað, „Reykjanes“. Eruð þér enn þá skipstjóri sjálfur? — Nei, í janúar í vetur voru liðin 4 ár, siðan ég' hætti því starfi. Fáist þér ekkert við fiskverzlun? — Ekki nema hvað ég sel fiskinn af togurunum mínum og svo dálítið af fiski af íslenzkum skipum. Eru margir íslenzkir togaraeigendur í Englandi ? — Ég veit það ekki vel. Guðmundur Ebenezerson á togarann „Álfsey“, svo hefir Þórarinn Olgeirsson verið togara- eigandi, en hvort hann er það nú, veit ég ekki. Hvers konar togarar haldið þér að séu heppilegastir fyrir okkur? Það er nú erfitt að segja um það. Ég var með í að kaupa „Reykjahorgina“, vegna þess að ég liélt að hún væri af þeirri gerð, sem liér mundi vera hæfileg', sérstaklega livað stærð snerti. Þrátt fyrir það hefir sú útgerð gengið háglega. En eigi að siður er ég á þeirri skoðun, að togarar, sem stunda eiga saltfiskveiðar, þurfi að vera svo stórir, að þeir geti liaft fiskimjölsvélar. Því það nær vitanlega ekki nokkurri átt að kasta hausnum og hryggnum, sem er alll að því eins verð- mikill og fiskbolurinn. Það sjá vitanlega allir, að það getur ekki gengið til lengdar að kasta helmingnum af verðmætinu. — Ef iiægt verður að selja saltfisk nokkuð að ráði í framtiðinni, þá held ég að verði heppilegra fyrir ykkur að hafa stærri skip en þið eigið nú, því ef ekkert fiskast hér við land, þá verðið þið að sækja á fjarlæg mið — eins og Færeyingar gera nú. Eru dieselvélar í togurunum yðar? — Nei, nei, það borgar sig' ekki fyrir okkur, því að við höfum svo ódýr kol, og svo er sagt dýrl viðhald á dieselvél- unum. Ilvað segið þér mér um íslenzka fisk- markaðinn i Englandi? — Ég’held að fisksalan frá íslandi til Englands hljóti að minnka frá því sem nú er. Útgerðarmennirnir ensku eru nú að hiðja stjórnina um að koma á mán- aðarkvóla. Þ. e. a. s. að árskvótanum verði skipt jafnt niður á alla mánuði árs- ins. Ef Islendingar geta t. d. ekki fyllt upp í kvótann í júlímánuði, þá færist af- gangurinn ekki yfir á næsta mánuð, lield- ur reiknast sem tapaður. Komist þessir mánaðarkvótar á, verður það til mikils óliagræðis fyrir íslendinga. Það er ekki annað fyrir ykkur að gera, en að eiga í geymslu nægan frystan fisk, sem þið getið svo sent út þann tima, sem togararnir stunda síldveiðar eða saltfiskveiðar, svo að þið getið notað ykkur kvötann til fulls. En síld? Eru ekki stór reykingarhús í Hull? Jú, þar eru einhver stærstu fiskreyking- arhús í Englandi og þar er reykt óliemja af „kippers“. Frá því í byrjun janúar til miðs maí koma 2 og 3 flutningaskip á hverri viku með norska sild, sem er keypt til reykingar. Fá Norðmenn að meðaltali 1 £ (27 krónur) fyrir kassann, en i lion- um er eflaust minna en í einu síldarmáli hjá ykkur. — íslenzka norðurlandssíld- in er ekki heppileg í „kippers“. En Faxa-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.