Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 13
Æ G I R
163
liæstur var vélb. Valbjörn, fékk 1 365 kr. lilut
frá nýjári, og næstur var Huginn I með 1 216
kr. hlut. Um aflamagn bátanna hvors um sig
er mér ekki gerkunnugt. Togarinn Skutull
hélt úti þangað til í öndverðum júni. Fór hann
8 veiðiferðir og fékk 780 föt lifrar. Það hefir
verið gert 400 smál. í fullverkuðum fiski, cn
mun reynast eittlivað meira. Má það teljast
mjög góður afli nú. í júní voru sama og ekki
stundaðar þorskveiðar úr bænum, enda mjög
aflatregt. Alls nemur aflinn í ísafjarðarkaup-
slað til 1. júli 1 707 smál. (1035).
Hnífsdalur. Þaðan gengu í vetur 5 vélbátar,
en einungis 2—3 í vor. Þá byrjuðu opnir vél-
hátar og voru þar 5—6 í apríl og maí. Úr Arn-
ardal lögðu og í tand afla 7—8 smávélbátar og
nokkurir litlir árabátar. — Hnífsdals-aflinn
nemur nú alls einungis 270 smál. (248). Þar
af eru um 35 smál. úr Arnardal. Dágóður vor-
afli var á smærri bátana, en yfirleitt er aflinn
i Hnifsdal rýr.
Bolungavík. Þar hafa fiskveiðar verið stund-
aðar kappsamlega s. 1. vetur og vor. Hafa geng-
ið þaðan 19 vélbátar lengstum, og auk þess
hafa fáeinir utanplássbátar selt afla sinn þang-
að, og er afli þeirra talinn hér með. Yetrar-
aflinn var mjög góður í Bolungavik, og einnig
aflaðist vel í april og fram í maí. Aflafeng-
urinn til 1. júlí nemur alls 610 smál. (530).
Suðureyri. Þaðan gengu 6 vélbátar á velrar-
vertíðinni. Þegar kom fram i apríl og mai bætt-
ist við allmargt smávélbáta, en þeir stærri
hættu fleslir um það leyti þorskveiðum, og tóku
sumir að stunda dragnótaveiðar. Aflafengur-
inn þarna til 1. júlí talinn 217 smál. (161%).
Flateyri. Útgerðin þar hefir nú færzt í aulc-
ana aflur. í vetur gengu þaðan 6 vélbátar um
og lílið neðan við 12 lestir. A vorvertiðinni
bættist við margt smávélbáta, 10—11 alls, og
öfluðu þeir vel um skeið. Aflafengurinn til 1.
júli cr talinn nema uni 265 smálestum. Mega
aflabrögðin á Flateyri leljast mjög góð í ár.
1 fyrra var aflinn þarna talinn einungis 112
smál. — Auk þessa liefir og verið keypt af
sunnlenzku línuveiðaskipi nál. 30 smál.
Þingeyri. Á vetrarvertiðinni gengu þaðan
linuveiðagufuskipin Fjölnir og Venus. Hæltu
þau veiðum í lok apríl. Vélb. Hulda stundar
þaðan færaveiðar í sumar, og örfáir smávél-
bátar í ígripum. Aflinn þarna til júliloka er
talinn um 300 smál. (123). Einn sunnlenzkur
linuveiðari hefir og lagt þarna upp úr einni
veiðiferð, og er afli hans talinn hér. Auk þcssa
hefir verið keypt mikið af fiski frá Suður-
landi og flutt til Þingeyrar og verkað þar, og
sömuleiðis nokkuð til Haukadals.
Arnarfjörður. Góðfiski var í Arnarfirði í vor,
en fáir bátar stunduðu fiskveiðar, 10—12 alls.
Saltfiskurinn er talinn einungis um 55 smál.
(70). En þess ber að gæta, að hraðfrystihúsið
í Bildudal keypti jafnan meira og minna af
þorski, ýsu og steinbit, jafnframt kolanum.
Mun það nema sem næst jafnmiklu að magni
og það, sem saltað hefir verið.
Úr Tólknafirði gengu nú í vor 6 opnir vél-
bátar. Öfluðu þeir prýðisvel um tíma, en hættu
i öndverðum júní. Aflafengur þeirra er talinn
57 smál. (12).
Patreksfjörður. Annar togaranna þar byrj-
aði saltfiskveiðar í febrúar, en hinn í marz-
mán. Auk þeirra hafa og gengið úr Patreks-
firði á færaveiðar 1 vélbátur unt 12 lestir og
7 opnir vélbátar. Var uppgripaafli á smábát-
um þarna fyrri hluta vors, og til skamnis tíma
góðfiski. Samtals er talið að komið liafi verið
á land í Palreksfirði 1. júlí 908 smál. (700).
Af þvi er um 100 smál. á vélbátana, en nolckuð
af afla þeirra er þó ekki tilfært á skýrslu ennþá.
Víkur. Þaðan gengu i vor 15 opnir vélbátar,
og er það tveimur færra en i fyrra. — í Vík-
um var góðfiski fyrra liluta vors, en stormar
hömluðu sjóferðum í júní. Aflinn er sagður
hlutfallslega svipaður og í fyrravor, en þá var
liann nál. 80 smálestir. Nákvæma aflaskýrslu
hefi ég ekki fengið þaðan ennþá.
Flatey. í vor gekk þaðan vélbáturinn Kon-
ráð að vanda og 9 smávélbátar; sumir úr Bjarn-
eyjum og víðar. Aflafengur samtals i byrjun
júli talinn 32 smál.
Segja má í stórum dráttum að vetraraflinn i
fjórðungnum hafi yfirleitt verið góður, og mjög
góður fyrri hluta vetrar, en vorvertíðin enda-
slepp, mikið sakir beituskorts, síðari hlutann.
Fiskaflinn í fjórðungnum er nú i byrjun
júlí um 5 060 smálesir, en var 1. júlí í fyrra
3 543 smál.
Dragnótaveiðar hófust þegar í byrjun mai.
Framan af var kolaaflinn mjög tregur, og ein-
ungis 1 bátur (Gylfi úr Hnífsdal) náði góðri
aflalirotu um miðjan maí hér úti í Djúpinu.
í júní héldu flestir bátarnir liéðan norður.
Fengu margir þeirra þá góðan afla í Skaga-
firði og víðar, en lögðu upp á Siglufirði. —
Kolaaflinn hér liefir nú glæðst hér síðustu
vikur. Hafa bátar fengið góðan afla hér inn
í Djúpinu undanfarið. Hraðfrystihúsið hér í