Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 8
158 Æ G I R stýrimanns og vélstjóra og fær liver einn hlut. Stýrimaður og vélstjórar fá auk þess vissa upphæð fjTrir liverja veiðiferð, og er hún tekin af óskiptum afla. En kokkn- um er greitt þannig, að hann fær jafn marga dollara fyrir liverja veiðiferð og skipshöfnin er mannmörg. Hver eru nú árslaun háseta? Síðastliðin þrjú ár hafa þau verið 1800 —3000 dollarar. Hafið þér ekki verið í ýmiskonar nefndum og ráðum vestra? , Jú, svo getur það heitið. Þegar Roose- velt var fyrst kjörinn forseti, setti hann á laggirnar allskonar nefndir og ráð. Þar á meðal var skipuð 12 manna nefnd, sem eiginlega átti að stjórna fiskiðnaðinum i öllu landinu. Tíu af þessum mönnum vöru kosnir af fiskkanpmönnum og út- gerðarmönnum, en tveir voru stjórnskip- aðir, annar fyrir vesturströndina, en hinn fyrir austurströndina. Var ég skipaður fyrir vesturströndina. Þessi nefnd starfaði ekki nema eitt ár. En fvrir 3 árum síðan var skipuð önnur nefnd, er við köllum Advice Council. Er hún einskonar ráðgef- andi tengiliður milli sjávarútvegs- manna og stjórnarinnar. í þessari nefnd eru um tuttugu manns fyrir öll fylkin. Fyrir 5 norðurfylkin eru tveir menn og er ég' annar þeirra. Nefnd þessi kenmr saman í Washington 3 og 4 sinnum á ári og ráðleggur stjórninni hvað heppi- legast sé að gera fvrir sjávarútveginn. Hvað segið þér um útgerðina hjá okkur? Ég er henni nú ekki vel kunnugur, en eftir því sem ég' lít til, teldi ég lieppi- legast fyrir ykkur að Iiafa mótorbáta á ýmsum stærðum, allt upp undir 100 feta langa. Á þeim mætti jöfnum höndum stunda þorskveiðar með botnvörpu, síld- veiðar og dragnótaveiðar. Fvrir vestan hjá okkur veiðir svo að segja liver kæna með botnvörpu og gengur vel. Mér skilst að veiðarfærakostnaðurinn hjá ykkur sé óhemjumikill á línuflotanum, og því ekki að minnka hann með þvi að nota hotn- vörpu? Þið hafið þegar fengið dálitla reynslu af slíkri hotnvörpuveiði, og hefir gefizt vel, eftir því sem mér er sagt. Hvað er að segja um dieselvélarnar ? Þær eru ódýrar í rekstri, en viðgerðar- kostnaður á þeim er óhemjumikill. Mér þætti ekkert ósennilegt að diesel-electric- vélar yrðu framtíðarvélar fyrir fiskiskip. Hjá okkur vestra hafa þær reyndar ekki verið notaðar ennþá í fiskiskip, en í öðr- um skipum og gefizt ágætlega. Vér óskum Magnúsi allra heilla að lok- um, með þakklæti fyrir samtalið og biðj- um hann að færa ísl. sjómönnunum í Boston kærar kveðjur frá sjómannastétt- inni íslenzku. Skapast nýir mög'uleikar fyrir vélbátaflotann við Faxaflóa? Einn af þeim íslendingum, sem unnið hefir kappsamlega að því að víkka mark- að fyrir íslenzka saltsíld, er Magnús And- résson, útgerðarmaður. Magnús átti frum- kvæðið að því, að matjesverkun á síld var hafin liér á landi, og ruddi hann ís- lenzkri matjessíld fyrstur manna hraut á erlendum markaði. Það var árið 1927 sem Magnús gerði fyrstu tilraunir sínar með matjesverkun, en þær voru árangur af langri kynningu af gæða- og verkun- arkröfum erlendra síldarkaupmanna. Firmað .1. S. Jörgensen í Hamhorg tók fvrst að sér sölu á íslenzkri matjessíld fyrir Magnús Andrésson og tókst því þeg- ar í stað að vinna henni markað i Þýzka- landi. — Þótt Magnús hefði ekkert að- hafst annað í þágu hins íslenzka sjávar- úlvegs, en að hafa forgöngu með matjes-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.