Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 7
Æ G I R
157
að vera stýrimaður i ákveðinn tíma, til
þess að geta gengið í skipstjóraskólann
og útskrifast þaðan. — Þegar ég hafði
lokið við að taka stýrimannsprófið fór ég
á flutningaskip, sem stjórn Bandaríkj-
anna notaði til að fh'tja hermenn, mat-
væli o. fl. til Frakklands. Á þessu skipi
var ég þangað til stríðinu lauk. — Þess-
um flutningum var liagað á þá lund, að
'10 skip voru send í einum hóp og fvlgd-
ust þau að yfir hafið. Einu sinni var einu
þessara skipa sökkt, en ekkert höfðum
við af því að segja, því að það var svo
aftarlega í hópnum.
Hvað fóruð þér svo að stríðinu loknu?
Þá réðist ég sem annar stýrimaður á
farþegaskip, sem sigldi milli New-York
og Vestur-Indlandseyjanna. Var ég þar í
6 mánuði og síðan var ég 1. stýrimaður á
því í 11 mánuði. Árið 1920 skrapp ég svo
hingað lieim og dvaldi liér i tvo mánuði.
Voru þá liðin 8 ár síðan ég fór að heiman.
Héðan fór ég' svo til New-York og gekk
þar á skipstjóraskóla. Áð náminu loknu
gerðist ég skipstjóri á Rayon-d’or, sama
togaranum, sem ég var háseti á árið
1915. Rayon-d’or var nú ekki lengur i eign
Englendinga, því að félag í Kanada liafði
keypt hann og gerði hann út frá Canso í
Nova Scolia. Þar sem ég hafði ameri-
lcanskt próf, varð félagið að útvega mér
sérstakt levfi, svo að ég mætti fara með
skipið. Á Rayon-d’or var ég í 5 ár. Síðasta
árið (1926), sem ég var þar, fékk ég boð
frá útgerðarfélagi í Boston um að koma
þangað og taka eitt af skipum þess. Tók
ég því boði, og réðist á togarann Mills,
Þar var ég í tvö ár. En 1928 gerðist ég
hlulhafi í nýju togaraútgerðarfélagi er
lét smíða 3 ný skip. Var ég skipstjóri á
einu þeirra í eilt ár. Síðan lét félagið
smíða tvo togara í viðbót og' var ég á
öðrum þeirra jafnlengi. — Þá var ég ráð-
inn framkvæmdasjóri hjá einu stærsta
togarafélaginu i Bandaríkjunum. Átti það
25 togara. Hafði mjög liallað undan fvrir
þessu félagi og var ég feiiginn til þess að
reyna að koma belra skipulagi á rekstur
þess. Eg var eitt ár hjá félaginu, en þegar
ég hvarf þaðan, keypti ég togara, sem ég
nefndi Heklu, og hefi ég gert hann út
og verið skipstjóri á honum siðan. En jafn-
framt er ég hluthafi i togarafélaginu, sem
ég gekk í 1928.
Komuð þér aldrei Iiingað lieim frá því
1920 og þangað til 1932, að þér keyptuð
Heklu ?
Jú, ég kom t. d. 1922, en þá var ekki
viðdvölin löng — aðeins einn dagur og
liann notaði ég lil þess að gifta mig. —
Síðan var lagt af stað með konuna.
Hvað eru margir íslenzkir sjómenn í
Boston og hvernig vegnar þeim?
Þeir eru milli 30 og 40 og eru allir á
togurum. Af þeim eru 12 skipstjórar og
annað cins af stýrimönnum, eða meira.
íslendingar eru alltaf aflahæstir vestra.
Nú síðustu 3 árin hafa t. d. 3 og 4 afla-
liæstu skipin verið með ísl. skipstjórum.
Hvernig gengur togaraútgerðin i
‘Boston?
Seinustu þrjú árin hefur hún gengið
heldur vel. Það sem háir okluir mest, er
hvað mikill fiskur lærst að á sumrin, og
verður markaðurinn þá lieldur lítilfjör-
legur.
Hvernig eru ráðningarkjör á togurun-
um lijá ykkur?
.Af andvirði hverrar veiðiferðar eru
teknir 100—150 dollarar, og með þeim
er greitt kaup loftskeytamannsins og
kyndara og svo uppskipunarmönnunum.
Síðan er aflaverðmætinu skipt til helm-
inga. Annan helniinginn fær skipið og
er skipstjóranum greitt af honum 10%.
Af hinuin lielmingnum er borgaður is,
olía, kol og matur, og því sem eftir verður
er síðan skipt á milli háseta, skipstjóra,