Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 10
160 Æ G I R hann að hægt hefði verið að selja einum farmi meira nú i júlí, ef liægl hefði verið að fá skip til flutninga. — Þessi útflutn- ingur til Þýzkalands er nú stöðvaður í hili, því að síldveiðar Þjóðverja í Norður- sjónum eru nú byrjaðar og hefir verið skipað svo fyrir, að minnst 25% af tog- araflotanum taki þátt í veiðunum. Það mun því berast mikið af ný veiddri síld á markaðinn, og er því talið sennilegt, að mjög erfitt verði að koma þangað ísaðri síld liéðan meðan á Norðursjávarveiðun- um stendur. Magnús Andrésson er nú á ferð erlendis, til þess að athuga hvort unnt muni að lialda þessum útflutningi áfram í sumar. Fari svo, mun liann reyna að fá vélskipið Steady á leigu til þess að annast flutn- inga, en það er talið mjög lieppilegt til slíkra hluta. Einnig hefir liann í hvggju að laka togara á leigu, til flutninga, er þeir liætta síldveiðum í liaust. Þessi tilraun Magnúsar með útflutning á ísaðri Faxaflóasíld, er vel þess verð að henni sé gaumur gefinn. Hún hefir þegar fært mörgum atvinnu og björg i bú. Fjölmargir sjómenn við Faxaflóa bíða þess með óþreyju að fá fregnir af livaða árangur för Magnúsar muni liafa fyrir framtíð þessarar nýju atvinnugreinar, ef svo mætti orða það. Það er heldur ekki að undra, þvi að talsverð breyting mundi verða á afkomu fólks við Faxaflóa, ef fjölmargir mótorbátar gætu stundað síldveiðar allt sumarið og nokkur skip haft nægilegt að gera við að flytja síldina ísaða á erlendan markað. — Ægir hefir gert ráðstafanir lil þess að geta flutt les- endum sínum fregnir af þessu merkilega máli í næsta blaði. Athuganir Laxamýrarbóndans, I öndverðum júníniánuði byrjaði fiskiflotinn að halda norður fyrir land til síldveiða. Aldrei hafa jafnmörg ís- lenzk skip verið send á síldveiðar og' nú. Aldrei fvrr hafa útvegsmennirnir lagt eins mikið að sér til þess að koma skip- unum sínum á veiðar og að þessu sinni og aldrei fyrri liefir íslenzka þjóðin litið með vonarhýrri brá til síldveiðanna og í sumar, enda veit hún, að á síldveið- unum einum getur oltið, hvernig fer um fjör hennar og frelsi í náinni framtíð. Þjóðarhagur vor Iivílir á svo völtu völu- Iieini, að duttlungar síldarinnar geta ráðið hversu fer. í sama mund og útvegsmennirnir tefldu á tæpustu nöf fjárhagslega til þess að koma skipunum á veiðar, og svo að segja í sömu andránni og sjómennirnir liéldu á skipum þeirra í norðurátt til ]iess að freista að bjarga þjóðinni frá fjárhagslegu liruni, þá sendir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri þeim kveðjur sínar. Athuganir, sem liann nefnir svo og birtust í júníblaði „Frevs“. Til þess að þið, sjómenn og útgerðarmenn, gelið þakkað fyrir þær árnaðaróskir, sem einn slærsli bóndinn í Þingeyjarsýslum sendir vkkur, birti ég' þær liér í lieilu líki: „Mér skilst að þungamiðja þjóðlífsins verði: 1. Þar sem þjóðin hefir fótfestu, ræður yfir lifsskilyrðum. 2. Þar sem hún getur óáreitt aukið þau Hfs- skilyrði. 3. Þar sem framfarirnar eru reistar á þeim lífsskilyrðum og myntla þjóðlega liáttu og þjóðlega menningu. 4. Þar sem þjóðin hcfir aðalföng sin tii fæ'ðis og klæða, og 5. Þar sem seiglan er mest þegar í harðbakka slær. Mér sýnist að það séu sveitirnar og landbún-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.