Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 12
162 Æ G I R Eins og til þess að gefa til kyrina, hvað sjávarútvegurin sé léttvægur fundinn á vog þjóðarbúsins, þá hendir liann á það, að landsmenn noti sjávarafurðir fyrir aðeins 5 milljónir kr. árlega en land- búnaðarafurðir fvrir ca. 30 milljónir króna. Það hefði ekki verið óviðeigandi, að hann hefði í þessu sambandi jafn- framt getið þess, að síðastliðið ár voru fluttar út sjávarafurðir fjrrir ca.. 48,5 milljónir króna, en landbúnaðarafurðir fyrir ea. 8,6 milljónir. Ég hefi einu sinni séð Jón hónda á Laxamýri og hevrt hann lialda ræðu. Yirtist mér hann gæfur og gegn og ekki iíklegur til að lirista úr klauf. En svo er að sjá, að hann hafi nú orðið tilhneig- ingu til að bera það við, en takist lion- um það jdirleitt ekki fimlegar en í þess- um „athugunum" sinum i „Frey“, mætti ætla að liann iðkaði ekki slíkt að stað- aldri. Yfirlit yfir aflabrögð í Vestfirðingafj órðungi. Jafnvel þótt aflafréttir birtizt jafnan i Ægi, meiri og minni i blaði hverju, þá tel ég rétt að gefa hér yfirlit um aflabrögðin i veiði- stöðvum fjórðungsins, nú þegar aðal-þorslí- veiðatimabiiinu cr lokið. Tölur þær, sem hér cru birtar, þeim til fróðleiks, sem náið vilja vita um aflafenginn í veiðistöð hverri, eru miðaðar við fullverk- aðan fisk eingöngu, og taldar i smálestum (6 !4 skpd). I blöðum og útvarpi eru einatt á vetrar- vertíðinni birtar aflatölur, og er þar stundum átt við fisk saltaðan úr bát, stundum fullstað- inn, og stundum máske nýveiddan, með liaus eða lirygg. Fiskifélagið miðar hinsvegar ávallt aflauppgjöf sina við fullverkaðan fisk. — Þetta þurfa menn að hafa í huga, er þeir hlusta á aflafréttir, eða sjá þær í blöðunum. Aðgæta ber og, að hér cr einungis um fisk saltaðan til útflutnings að ræða, en ekki um neinskonar liertan né frystan fisk. — Einnig ber að hafa í huga, að tala fiskibáta og skipa er ekki ná- kvæm, því bátar hellast cinatt úr lestinni yfir veiðitimann, en hér eru fiskiskip og bátar sett, eins og flest var. Aflaupphæðin síðastliðið ár er sett í svigum aftan við smálestatöluna í veiðistöð Iiverri. Mun hér byrjað á nyrzta eða austasta veiðiplássi fjórðungsins, sein er Steingrímsfjörður. Þar var mjög góður afli af og til í vetur, og sömuleiðis fyrri bluta mai, en dró úr aflanum er kom fram að hvítasunnu, og síðan fisklaust með öllu allan júnímánuð, svo bátar skutust einungis til fiskjar á víxl, en öfluðu sama og ekkert. Alls gengu úr Stein- grimsfirði í vor 15—lti vélbátar og auk þess 4—5 smáir árabátar. Aflafengurinn til júniloka talinn um 100 smál. (48). Sléttuhreppur. (Hornstrandir, Aðalvík, Hest- cyri). í Hcsteyrarfirði var nú, eins og undan- farin vor, ágætur afli, er stóð rúmlega mán- aðartima. Sótti þangað að vanda allmargt bála vestan um djúp. Á svæðinu út með Grænuhlíð og út að Rit, stóð og fiskur lengi i vor. Á Horn- ströndum var og góðfiski í maí, en bátar hættu þar veiðum um hvitasunnu og tóku menn þá að stunda þar eggjatöku. Aflinn i Hesteyrar- firði stóð og lítt fram i júni. í Aðalvík var hinsvegar alltaf fremur tregur afli í vor. Báta- tala var svipuð á þessum slóðum og í fyrra- vor. Aflinn alls um 120 smál. (115). Grunnavík. Þaðan gengu nú 3 vélbátar í vor og öfluðu all-vel, fengu um 30 smál. Er afli þeirra talinn að nokkuru i Bolungarvíkur-afla, en nokluið á Hesteyri (Sléttuhreppur). Úr Ögurnesi og Ögurvík hafa gengið i vor 4 vélbátar. Aflinn þar hefir yfirleitt verið treg- ur. Um 35 smál. höfðu bátar þessir aflað i öndverðum þessum mánuði. Álftafjörður. Þaðan gengu í velur 4 vélbátar um 12 lestir, en einungis tveir þeirra gengu á þorskveiðar í vor fram undir hvitasunnu, en þá gengu ennfremur 4 opnir vélbátar. Aflinn alls lil júnimánðarloka 159 smál (132). Vetrar- vertíðin má teljast góð, og voraflinn fram að maílokum einnig góður á opnu bátana. ísafjarðarkaupstaður. Þar hafa nú verið mun fleiri fiskiskip fyrir landi en undanfarin ár. Þegar flest var í vetur gengu þaðan 15 vélbátar ofan við 12 rúmlestir, 3 vélbátar um 12 lestir og 8—9 opnir vélbátar, er kom fram að páskum. — Ennfremur togarinn Skutull. Aflabrögðin voru góð á vetrarvertiðinni yfirleitt, og dá- góður afli i apríl, og jafnvel fram í maí. Stærri vélbátar hættu veiðum í öndverðum maí. Afla-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.