Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 9
Æ G I R
159
verkunina, þá mundi lionum það seint
fullþakkað.
En Magnús er enn ])á óþreytandi í að
leita fvrir sér með að koma íslenzkri mat-
arsíld á erlendan markað.
í vor og sumar hafa verið stundaðar
síldveiðar af Akranesi í ríkari mæli, en
nokkru sinni fyrr á þessum tíma árs.
Hefir síldin öll verið flutt út ísuð með
togurum til Þýzkalands. Mun þetta í
fyrsta skipti, að síld hefir verið flutt út
i ís á þessum tíma árs.
Magnús Andrésson á frumkvæðið að því
að þessi útflutningur hefir liafizt, og'
þannig hefir hann enn á ný gert athyglis-
verða tilraun til þess að skapa síldinni
rúmmeiri markað en verið hefir.
A síðastliðnum vetri var Magnús á ferð
i Þýzkalandi og leitaðist þá fyrir um það
meðal síldarkaupmanna i Þýzkalandi,
hvort þeir hefðu nokkurn áhuga fvrir að
kaupa Faxaflóasild, er hún hyrjaði að
veiðast í vor. Tóku þeir mjög vel í það
og báðu hann um að láta sig vita, þegar
síldin færi að veiðast. — Var það síðan
úr, að þeir fengu til að hyrja með einn
sildarfarm til reynslu. Reknetjaveiði var
síðan hafin með 5 bátum af Akranesi um
mánaðamótin april og maí. Fór fyrsti
farmurinn þann 5. maí með togaranum
Gullfoss. Þess var vitanlega beðið með
talsverðri eftirvæntingu, hvernig Þjóð-
verjum mundi líka síldin. En strax og
síldinni hafði verið skipað i land í Þýzka-
landi, barst Magnúsi skeyti um það, að
síldin revndist ágæt, bæði hvað snerti
meðferð og gæði. — Þar með var gefin
von um áframhaldandi sölu og var því
síldveiðinni haldið áfram og hver farm-
urinn fluttur út á fætur öðrum, en alls
urðu þeir 13 og fór sá seinasti 6. júlí.
Flest tóku 9 bátar þátt í veiðinni og' voru
þeir allir af Akranesi, nema einn, sem
var úr Keflavík. Alls voru fluttar út
13 404 tn. og voru þar af 350 tn. smásíld
frá ísafirði, og líkaði hún mjög illa. Mó-
torbáturinn „Ægir“ varð aflahæstur og
veiddi hann á tímabilinu 1. maí til 5. júli
2 27714 tn., eða alls fyrir 20 500 kr.
Magnús keypti alla síldina og' greiddi
fvrir liana kr. 9.00 pr. tn. mælda við skips-
hlið. Til útvegsmanna, er síldveiðarnar
liafa stundað, hafa þvi alls verið greidd-
ar um 124 þús. krónur, og er það álitlegur
skildingur, þegar á það er litið, að hér er
um alveg óvæntan atvinnurekstur að
ræða.
Oll síldin var flutt á fiskmarkaðinn í
Hamborg — Altona og mun megnið af
benni vera nolað til niðursuðu. Þessarar
sildar er getið í markaðsfrétlum i síðasta
tbl. The Fisliing News og fær hún þar hin
beztu meðmæli.
Til að byrja með var erfitt að fá menn
til að stunda þessar veiðar, þvi að livort
tveggja var, að menii voru ótrúaðir á
þessa nýjimg og í öðru lagi ekki undir
það búnir að hefja reknetjaveiðar. Vant-
aði t. d. mjög tilfinnanlega smáriðin net,
því að fvrst framan af var síldin svo
horuð, að hún smaug viðstöðulausl úr
„norðurlandsnetjunum“. Ýms vankvæði
voru og á að fá skip til flutninga, er að
því kom að skip bjuggust á síldveiðar,
en aldrei vantaði þó skip, og átti það
sinn þátl í að vel notaðist að aflanum,
þar sem hátarnir gátu viðstöðulaust tosað
sig' við veiðina. Var reynt að liafa ná-
kvæmt eftirlit með því að farið væri vel
með síldina og að henni væri skipað sem
skjótast upp úr bátunum, svo að unt væri
að koma henni í ís sexn fvrst, en á því
getur það fyrsl og fremst oltið, hvort
liún verði boðleg vara eða ekki.
Magnús telur að hægt hefði verið ao
selja miklu mcira af ísaðri síld bæði í
maí og júní, ef unt hefði verið að fá fleiri
bála lil að stunda veiðarnar. Finnig telur