Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 6
156 Æ G I H íslenzkur skipstjóri og togaraeigandi í Boston. Viðtal við Magnús Magnússon. Magnús Magnússon Meðal islenzkra fiskimanna í Vestur- heimi er enginn eins nafnfrægur og Magnús Magnússon í fíosion, enda hefir hann af stjórn Bandaríkjanna verið kjör- inn í ráð og nefndir, er hafa mikilsuerð störf með höndum fgrir sjávarútveg fíandaríkjanna. Magnús er togaraeigandi og skipstjóri og þykir með afhurðum afla- sætt þar vestra. — Um þennan merkilega fulltrúa íslenzku sjómannastéttarinnar vestanhafs vill ritstjórinn ekki segja neitt frekar, er sérstaklega sýnir hverrar virð- ingar og trausts hann mjtur vestra, því að Magnús er maður hógvær og lítið gef- inn fyrir að láta hampa sér. Magnús hélt af stað vestur 20. þ. m. og átli ritstjóri Ægis eftirfarandi samtal við hann daginn áður. Hvenær fóruð þér fyrst út fyrir lánd- sleinana? spyrjum vér Magnús. Ja, út fyrir landsteinana, ég byrjaði að stunda sjó á Isafirði, þegar ég var 11 ára gamall og síðan hefi ég' svo að segja verið fyrir utan landsteinana. En út vfir pollinn fór ég árið 1912 og síðan hefi ég ekki átt lieimili á íslandi. Réðist ég þá á enska togarann Premier, en Jón Odds- son var þá skipstjóri á honurn. Með Jóni var ég þangað til seint á árinu 1914, að við urðum að liætta vegna stríðsins. Hvað tók þá við? Þá réðist ég' á enskt flutningaskip og var á því í eitt ár, en síðan fór ég á enslca togarann Ravon-d’or, sem gerður var út frá Canso í Nova Scotia í Kanada. Var ég á honum í 9 mánuði, en fór síðan til Boston árið 1916 og var þar á togara í 11 mánuði. Þá fór ég á stýrimanna- skólann í Portland Main og tók þar st\TÍ- mannspróf eftir eins mánaðar skólavist. — í Bandaríkjunum er námi í siglingar- fræði hagað þannig, að ekki þarf að stunda það neinn ákveðinn tíma, heldur getur maður gengið undir próf, livenær sem maður óskar og telur sig færan til þess. En svo þarf maður að vera búinn ílóa-síldina væri sjálfsagt að reyna, og ættuð þið að senda lítið eitt út af lienni lil revnslu nú þegar. Hvernig gengur togaraútgerðin í Eng- landi ? Hún hefir gengið heldur vel, siðan 20% af flotanum var lagt. Flest þau skip, sem lagt var upp, hafa nú verið seld úr landi, aðallega til Færeyja, Belgíu og Póllands, og stunda þau nú veiðar þaðan. Enn fremur bafa nokkur verið seld til Grikk- lands og eru þau notuð þar til að slæða upp sprengjur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.