Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 14
 164 Æ G I R bænum hafði fyrir fáum dögum fengið um 180 smál. af kola og lúðu og litið eitt af þorski og ýsu. — 10 dragnótabátar liéðan og úr ná- grannaveiðistöðvununi (Álftafirði, Hnífsdal og Suðureyri) lögðu hér upphaflega upp. — Um kolaafla hjá hraðfrystiliúsunum á Flateyri og í Bíldudal, er mér ekki kunnugt sem stendur. I’ar voru og hraðfryst steinbitsflök í vor — auk þorsks og ýsu. Lúðuveiði var stunduð um tíma í vor af vélbátunum Ásdís og Sædís. Voru þeir að veið- um i Húnaflóa og víðar, en öfluðu litið. Aftur fengu bátar úr Hnifsdal, er Iiöfðu lúðulóð (haukalóð) jafriframt þorsklóðunum, mikið af lúðu, en þá varð beituskortur, smásíldin upp- seld, og' freðbeita engin til, er kom fram undir lok júní. — Tveir hátar úr Hnífsdal fengu hátt á fjórða þús. kr. fyrir lúðu í vor, hvor þeirra. Ýmsir hátar úr Bolungavík og viðar fengu og góða aukagetu i lúðu. Rækjuveiðarnar hafa gengið mjög treglega hér í ár. Dágóður afli var að vísu stutta stund síðari hluta vetrar og fyrri hluta vors, og þá á svipuðum slóðum og áður, en dró síðan til- finnanlega úr rækjuveiðinni. Margar undan- farnar vikur hefir rækjuverksmiðja ísafjarðar ekki starfað. 1 Arnarfirði var um tima góður rækjuafli, en dró síðan úr honuin. Aftur hefir verið þar reitingsafli undanfarið, og mun verksmiðjan í Bíldudal starfandi sem stendur. Smásíldarveiði. Sild veiddist í vörpu i ísa- firði (innra) þegar um sumarmál. Fengust góð- ir drættir þarna i mai. Litilsháttar fékkst og af sild i Seyðisfirði, og nú í byrjun júlí lítill dráttur i ísafjarðarpolli (kaupstaðnum). Alls munu hafa fengist hér af sild i vor um 1500 tn. Af því hefir Ólafur Guðjónsson veitt urri 1100 tn. Var mikið af sild selt til beitu í nærveiði- slöðvunum, svo og norskum og færeyskum fisk- veiðiskipum, að vanda. Magnús Andrésson keypti og um 325 tn. og flutti ísað til Þýzka- lands. Voru sildarlásar tæmdir i byrjun júni. Fékst síðan ekki vörpusíld í júní, og urðu þá beituvandræði liér í veiðistöðvunum. — Kippli þetta mjög úr vorvertíðaraflanum. — Geta má þess, að um 30 tn. úr síðasta drætlinum voru saltaðar til útflutnings þessa dagana. — Síldin er sögð óvenju feit um þetta leyti sumars. Mætti því búast við góðri sild til útflutnings síðar í sumar. ísafirði, 15. júli 1939. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Skip keypi frá útlöndum og’ siníðuð innanlands. Á þessu ári liefir fiskiskipastóllinn ís- lenzki aukist óvenjulega inikið. Alls itafa 13 skip verið keypt frá útlöndum og er kaupverð þeirra komin í liöfn á Islandi samtals 1 0(39 þús. kr. Slcip þessi eru öll keypt frá Bretlandi, Danmörku og Belgíu. Skip þessi liafa farið til eftirlaldra staða og eru kaupendur þeirra tilgreindir i svigum fyrir aftan nöfn skipanna. Vólski]): „GIoria“ (Samvinnufélag Hólmavíkur), „Gísli .1. Jolmsen“ (Guð- laugur Brynjólfsson, Vestmannaeyjum), „Jón ÓIafsson“, togari (Iif. Allianee), „Gunnvör“ (Ingvar Guðjónsson, Siglu- firði), „Dora“ (Marteinn Þorsteinsson, Fáskrúðsfirði), „Hafhlær“ (Guðmundur Hafliðason, Siglufirði), „Baldur“ (Har- aldur Hannesson o. fl„ Vestmannaéyj- um), „Hráfnkell“ (Gunnar Ólafsson & Go„ Vestm.), „Glaður“ (Hf. Vörður, Hnífsdal), „Vöggur“ (Ivarvel Ögmunds- son, Njarðvík), „Arsæll“ (Arni Böðvars- son, Vestmannaeyjum), „Heimir“ (Guð- mundur Einarsson, Vestmannaevjum). Gufuskipið „Aldan“ (Jakoh Jónsson og Karl Friðriksson, Akurevri). Hér á landi hafa skipasmiðar aldrei ver- ið jafnmiklar og nú í vor og sumar. Mun slyrkur sá, er veittur var lil skipasmíða, eiga meslan þátt í því að svo hefir orðið. Af þeim 29 hátum, sem Fiskimálanefnd mælti með að fengju styrk, eru 19 komn- ir á flot, en hinir eru allir i smíðum í Beykjavík, á Akranesi, í Njarðvíkum og víðar, að un'dan skildum tveimur stórum bátum, 60 smál., sem Útgerðarfélag Siglu- fjarðar og Sigurður Agústsson í St}7kkis- Iiólmi ætla að láta smíða. Auk þeirra háta, er smíðaðir Iiafa verið með styrk, hefir Hf. Muninn á ísafirði látið smíða 18 rúml. vélbát, er heitir „Dagstjarna“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.