Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1939, Blaðsíða 11
Æ G I R 161 aðurinn, sem verði lil að uppfylla þetta, en ekki s.i ávarútvegurinn. Iyjóðin ræður yfir landinu, en ekki fiskimið- unum, nema landhelginni. Allt er fullt veiði- skipa erlendra þjóða; umhverfis landið eru þau þar í fullum rétti og mun þeim fara mjög fjölg- andi. Iyjóðin getur óáreitt aukið lífsskilyrðin við landbúnað og tekið þar, meðal annars, í þjón- ustu sína fossaafl landsins og heitar laugar, en sjávarútvegurinn er rányrkja, sem stefnir til þurrðar. Á landbúnaðinum er hægt að reisa þjóðlega menning, reista á landsháttum. Það er eki hægt á sjávarútvegi. Hann er allsstaðar cins. Frá landbúnaðinum hefir þjóðin aðalföng sín til fæðis og klæða. (Hún notar árlega til þess ca. 30 milljónir króna virði af landbún- aðarafurðum, en 5 milljónir af sjávarafurðum.) Seiglan verður alltaf mest í landbúnaðinum af því að landbúnaðarfólk kann að lifa við ís- lenzka staðháttu.“ Þannig lýsir Laxamýrarbóndinn liug sínum til sjómannastéttarinnar og út- gerðarmannanna. — Svo virðist, sem lionum hafi tekizt prýðilega að setja svip óskammfeilninnar á þessar athuganir sínar, en aftur á móti mun enginn lmjóta um dómgreind lians né röksemdir. Jón talar hér áreiðanlega ekki í nafni bændastéttarinnar, lieldur sem postuli undanvillinganna í þjóðfélaginu. Og liver skyldi ekki unna honum þess að leika hlutskipti undanvillingsins. Allir þeir, sem eilítið skyn hera á at- vinnusögu þjóðarinnar og ekki hvað sízl þeir, er verið hafa virkir aðilar að um- sköpun á högum hennar síðastliðinn ald- arfjórðung, vita að sjávarútvegurinn getur ekki einungis skapað þjóðlega menningu, heldur einnig verið öllum al- vinnuvegum fremri um að veita straum- um erlendrar og hagkvæmrar menning- ar inn í landið. Hinir ungu menntamenn landsins, er numið liafa hæði verldeg og hókleg fræði erlendis, hefðu senni- Icga verið mun færri en nú er, ef ekki hefði verið um annan erlendan gjaldeyri að ræða en þann, sem land- húnaðurinn leggur af mörkum. — Sjáv- arútvegurinn var i öndverðu reistur á þeirri þjóðlegu menningu, er landnem- arnir fluttu með sér hingað til lands. Og æ síðan hefir liann byggst á þjóðlegri menningu og framtaki þeirra mánna, er við sjávarsíðuna húa. Er það ekki þjóð- leg menning að framleiða afhragðs vör- ur, er standast samkeppnina á mörk- uðum heimsins, þóll samskonar afurðir séu framleiddar víða annarsstaðar á lmettinum? Er kannske framleiðsla hændanna á íslandi ekki eitthvað svip- uð framleiðslu stéttahræðra þeirra í öðrum löndum? Jú, allt her hér að sama hrunni. En Laxamýrarbóndinn er hér aðeins á villigötum, sem undanvillings- hátturinn hefir dregið hann út á. Hann sér ekki ástæðu til þess að minn- ast á þann veigamikla þátt, sem sjávar- útvegurinn liefir átl í að hyggja upp hið nýja ísland. Hann rennur ekki grun í, að það mundi hafa verið heldur fáir skildingar, sem ræktunarsjóður, land- náms- og hvggingarsjóður, áhalda- og verkfærakaupasjóður og ýmsir aðrir sjóðir, er styrkt hafa hændurna, hefðu haft yfir að ráða, ef sjávarútvegsins hefði ekki notið við. Jarðræktarstyrk- urinn hefði lika einhverntíma verið smár, ef ekki hefði verið um neinn sjáv- arútveg að ræða. Á þetla minnist Laxa- mýrarbóndinn ekki, en hampar liinu, að hjá sér sé seig'Ian mest þegar í liarðhakk- ana slær. — Að hans dómi kunna sjó- mennirnir ekki einu sinni að lifa við íslenzka staðháttu, nei, það er aðeins landhúnaðarfólkið sem kann það. Þetta mun nú reyndar aðeins hafa átt að her- ast á borð fyrir hændurna, en hvað um það, Laxamýrarhóndinn má ætla þá gleypigjarna og magaheila, ef liann hvggur þeim þetta létt meltanlegt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.