Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 3

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 3
Æ G I R M Á N A Ð A R R I T F I S K I F É L A G S I S L A N D S 32. árg. Reykjavík — ágúst 1939 Nr. 8 Kristján Jónsson frá Garðsstöðum: Hugleiðingar um breytingar á lögum Fiskifélagsins. Forspjall. Flestum félagsinönnum fiskideilda og öðrum þeim, er sinnt liafa málum Fiski- félagsins undanfarin ár, mun það kunn- ugt, að jafnan hefir mikið verið um það rætt, einkanlega á fjórðungsþingum og síðar á Fiskiþingunum, að brýna nauð- syn bæri til að efla Fiskifélagið, úlvega félaginu meiri fjárráð, víðari verkaliring og aukið valdssvið af liálfu Alþingis og ríkisvaldsins, svo það gæli sinnt að marki hagsmunamálum sjávarútvegsins. „Gömul að vísu er saga sú, en samt er hún alltaf ný.“ Fiskifélagið liefir reyndar óivallt verið félag fiskveiðimálanna. Og ég vil skjóta þeirri fullyrðingu hér inn í, að árangur- inn af slarfi félagsins er mikill, livort sem lilið er á fræðslu þá, sem fiski- niannastéttin hefir notið á vegum þess, eða heinan og óbeinan stuðning félagsins fiskveiðunum i heild til eflingar. Þeir, sem varpað hafa oft og einatt fram gagn- stæðum fullyrðingum, verða að kynna sér slarfssögu Fiskifélagsins frá byrjun, og efa ég ekki að álit þeirra í þeim efn- um, niundi þá breytast verulega. En þróun sjávarútgerðarinnar liefir orðið langt um örari en vöxtur félagsins. Nýir aðiljar hafa tekið þar sæti, sem Fisltifélaginu var í öndverðu ætlað pláss. Til þessa liafa menn ætlað, að lög Fiskifélagsins og skipulag þess stæði eklvi í vegi fyrir víðtækari þróun félags- ins. Þess vegna hefir og' lögum Fiskifé- lagsins verið hreytt lítillega, og án þess að raska hinum uppliaflega grundvelli, nú fyrir fáum árum. — Það virðist líka í fljótu hragði vænlegt fvrirkomulag, að leyfa íbúum fiskiplássanna inngöngu í fiskideildirnar og veita þeim áhrif eða íhlulun um sjávarmál, eftir áhuga og starfsJöngun, -— og loks að hafa eina aðaldeild í Reykjavik, með hærri gjöld- um (æfifélagi) þar sem ætla mátti að ýmsir forvígismennn sjávarmálanna í höfuðstaðnum finndu köllun hjá sér til að starfa í. — Lengi vel sýndist þetta og vera hið rétta fyrirkomulag, meðan fé- lagið var álmgafélag, var að ná fótfestu og afla sér stuðningsmanna. Nú sýnir reynslan, að ekki er unandi við svo laus- legt fyrirkomulag. Fiskifélagið nær ckki lyllilega tilgangi sinum með því að vera áhugamannafélag. Það verður að vera

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.