Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 13
Æ G I R 183 og þá munu afleiðingar styrkjapólitík- urinnar koma harðast niður á fiskimönn- unum sjálfum. Bjartsýnismennirnir gera sér vonir um að það greiðist úr fisksölumálunum von- um fyrr, en aðrir líta svo á, einkum þeir, er næsl standa þessum atvinnuvegi, að það muni taka 20—30 ár að koma lion- um á réttan kjöl á ný, svo að liægt verði að reka hann á heilhrigðum grundvelJi. Þegar ég spurði, livað heppilegast mundi að gera sem stæði, til þess að hjálpa þorskveiðaúlveginum, svöruðu svo að segja allir á sömu leið: að ríkið yrði að stöðva veiðarnar, þangað til fiskbirgð- irnar væru uppseldar og auk þess yrði það að vinna að þvi að fiskneyzlan inn- anlands vkist.“ Þannig er nú álit Norðmanna i salt- fisksölumálunum. Styrkjafarganið liefir þegar skapað þeim mikla erfiðleika, sem torvelt mun að ráða við og ekki er sýni- legt, að þeir geti í skjótu bragði lagt stvrkina niður, nema fitja þá upp á ein- hverri nýrri aðstoð. — Það mun öllum ljóst, að það er fjarri heilbrigðri atvinnu og verzlunarpólitík að gefa svo gífurlega með einni vörutegund, eins og Norðmenn gera við fiskinn. Það er ekki einungis að þeir skapi sér ófal örðugleika, lieldur einnig öðrum saltfiskframleiðsluþjóðum, er þurfa að sækja á sama markað og þeir. Aðstaða íslendinga í samkeppn- inni við Norðmenn er mjög slæm, en þess verður að vænla að saJ.tfiskviðskiptin geti komist í lieilhrigðara liorf en nú er, og að Norðmenn nemi burt meðlagið með saltfiskinum, og hyrji samkeppni á ný, er miðisf við það, að þorskveiðarnar geti horið sig. Jón Sturlaugsson, hafnsögumaður á Stokkseyri. F. 13. nóv. 1868. — I). 5. ágúst 1938. Við eigum marga, djarfa drengi, — sem duga bezt, — þá reynir á. Og þú varst einn, sem vannst svo lengi með von í brjósti’ og frama þrá; með ári hverju óx þér gengi. Þér auðnan veitti marki að ná. Þú djarfur varst á sóknar-svæði, — en sífellt hygginn, — gætinn þó. Þó kyija oft á kinnung stæði, — var kapp með festu, — stilling, ró; varst sístarfandi’ á grund og græði, með gleði sagðir: „Starfið er nóg“. Nú heilum vagni heim er ekið. Haf þökk fyrir allt, í lengd og bráð. Þú hefir höfn með heiðri tekið, — og hlotið nafn í sögu skráð. Þig skorti aldrei þrótt né þrekið, — og þá er æðsta marki náð. Það verður hljótt í Vinaminni, — því vinur kær er horfinn braut. Þar ríkti gleðin ávallt inni, og alúðar þar margur naut. Þau fvrnast ei hin fornu kynni, þó faðmi þig nú móðurskaut. Gamall vinur. Áframhald getur orðið á sölu ísaðrar síldar til Þýzkalands. I síðasla hlaði „Ægis“ var getið um þá merkilegu tilraun, er gerð var síðast- liðið vor, með að flytja úl til Þýzkalands isaða Faxasíld, og jafnframt var drepið á þær vonir, er smábátaútvegsmenn við Faxaflóa töldu sig ala í sambandi við að áframhald gæti orðið á þessum út- flutningi. Magnús Andrésson útgerðarmaður, en hann hafði, eins og' mörgum mun kunn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.