Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 5
Æ G I R 175 —■ Gert er ráð fyrir að hlutfallskosningu megi viðhafa, sé þess krafizt. — Ætlazl er til að Fiskiþingið kjósi 3. manna stjórn Fiskifélagsins, en að stjórnin ráði for- stjóra félagsins. — Á þessu stigi málsins er auðvitað ekki um óraskanlegar tillögur að ræða, er eigi geta hrevtzt í ýmsum atriðum, svo sem slærð sambandssvæða, tölu fiskiþings- fulltrúa og ýmislegt fleira. En i höfuð- atriðum stendur nefnd Fiskiþingsins saman um tillögurnar. Fulltrúar stjórn- málaflokkanna hafa og í aðalatriðum tjáð sig þeim samdóma. — Einn þeirra, Ingvar Pálmason, álti og verulegan þátt í tillögum þessum. Veit ég að haíin mun fvlgja þeim fast eftir, þar sem hann á þess kost. Breytingin mikilvæg'. Tillögur þessar verða, eða liafa þegar verið sendar ýmsum þeim, er eiga að fjalla um málefni Fiskifélagsins, fjórð- ungsþingum og fleirum. Þær láta furðu lítið yfir sér á pappírnum. Get ég búizt við að ýmsir, og jafnvel þeir, er feng- izt hafa við mál þessi, leggi þær frá sér með þeim orðum, að hér sé um smávægi- legar hreytingar að ræða. — Ég vildi mælast til þess að þeir, sem um tillögur þessar fjalla, íhugi þær vandlega. — Hér er um gagngerðar breytingar að ræða á lögum og skipulagi Fiskifélagsins. Núverandi fjórðungssambönd eru látin hverfa, og sömuleiðis aðaldeildin í Reykjavík, en smærri sambandssvæði hugsuð. Fiskiþingsfulltrúunum er fjölg'- að. Reynt hefir verið að haga sambands- svaéðum og tölu fiskiþingsfulltrúanna í samræmi við fiskiskipastólinn á hverju svæði. Þá er og vert að vekja sérstaka athygli á því, að ætlazt er til að einungis fiskimenn og eigendur, eða umráðamenn fiskiskipa og fiskibáta, hafi kosningarrétt lii Fiskiþings, og að kosningar þær verði beinar, en ekki að sambandsfulltrúar kjósi fulltrúa til Fiskiþings. — Nokkrn veigaminni er sú breyting, að Fiskiþingið kjósi stjórn Fiskifélagsins, en að sú stjórn ráði aftur forstjóra félagsins. Ég hygg að þeir, sem við mál þessi hafa verið riðnir undanfarið, telji þá hreyt- ingu réttmæta. Nefndarmenn eru ekki, enn sem komið er, fyllilega á eitt sáttir um skilyrði fyrir félagsréttindum i fiskideildum. Vilja sumir að allir fullveðja menn 21 árs hafi rétt til að gerast þar félagar, svo sem nú er, en aðrir að nm aðra félagsmenn verði þar ekki að ræða en þá, sem atkvæðis- rétt eiga til Fiskiþings, þ. e. tvo menn fyrir fiskiskip hvert. Með fj'rrnefndu á- kvæði vrði enginn munur á fiskideild- unum sjálfum og nú er. Áhugamenn kæmu þangað, tækju máske einhvern þált í fundarstarfi er svo hæri undir, en hyrfu aflur og óvissa ríkti jafnan um tölu félagsmanna. Þeir vrðu mestur hlutinn, meðlimir til málamynda, rétt- indalausir um skipan Fiskiþings. Mætti ef vill liafa í deildum styrktarfélaga eða áliugafélaga, en samt hefi ég ekki trú á að slíkt fyrirkomulag blessaðist, né að eftir slíkum takmörkuðum félagsréttind- um yrði sótzt. —■ Rétt er að geta þess í þessu sambandi, að með hinum nýendurskoðuðu Jarð- ræktarlögum er öllum þeim, er verða jarðræktarstyrks aðnjótandi, skyll að vera í hreppabúnaðarfélagi. Nú eru flestir Fiskiþingsfulltrúar þess mjög fýs- andi, að Fiskimálanefnd verði sameinuð Fiskifélaginu, eins og drepið hefir verið á, og að Fiskifélagið fái þar með Fiski- málasjóð til ráðstöfunar. Virðist það þvi liggja heint við, að þeir, sem ætluðu sér að njóta styrks eða hlunninda úr Fiskimálasjóði, vrðu að vera félagsmenn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.