Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 6
176 Æ G I R fiskideildar. Er ekki ólíklega til getið, að Alþingi eða ríkisvaldið setti slíkt skilyrði til þess að styrkja félagsskapinn, og gefa honum varanlegt gildi. Þetta er annars mín getgáta, sem hvergi mun hafa verið orðfærð ennþá. Mun Fiskifélagið eflast við breytinguna? Þessi spurning verður að sjálfsögðu ofarlega í liug manna, þegar lagt er til jafn mikilla breytinga á lögum Fiskifé- lagsins. — Einkanlega er þeim mönnum, er staðið hafa framarlega í störfum Fiski- félagsins og deilda þess nokkur vorkunn, þótt þeir kynoki sér við að kasta félag- inu út i óvissu undir gerbreyttu fvrir- komulagi. En mönnum þessum má benda á það, enda munu þeir vel flestir á því máli, að félaginu verði ekki veru- legs þroska auðið undir núverandi fyrir- komulagi. Það kann að mega halda því í svipuðu sniði um nokkurt árabil, en ]iað eflist trauðla, það sýnir reynsla undanfarinna ára. Og „það er svo bágt að standa i stað“. Mönnum og félögum verður að muna „annaðhvort aftur á I)ak, ellegar nokkuð á leið“. Það verður að trevsta því, að nýtt fyrirkomulag, sem bundið er við alls- Iierjar þátttöku fiskimanna og útgerðar- manna og ekki annarra, með jafnri hlut- deild þeirra í skipan Fiskiþings, og þar með yfirstjórnar félagsins, veiti Fiski- félaginu það vald og þann framkvæmda- þrótt i hagsmunamálum sjávarútvegs- ins, sem það hefir einatt skort. Þá á það að vera Fiskifélagið eitt, sem veitir al- mennum sjávarmálum brautargengi, og í einu og öllu að vera sverð og skjöldur fiskveiðimálanna. Það hefir til þess öll skilyrði, öðlisl félagið slíkt vald, sem ráð- gert er, og stjórn þess er örugglega á verði pm framfaramál sjávarútvegsins. Með fyrirhugaðri skipun er gætt hins fyllsta jafnréttis um íhlutun útgerðar- manna og fiskimanna, i skipun Fiski- þings. — Það verður engan veginn sagt, að félagið sé eingöngu útgerðarmanna- félag, eins og stundum hefir við kveðið áður, þótt það hafi verið á litlum rökum byggt. En með fyrirhuguðum breyting- um, er Fiskifélagið beinlínis tengt báð- um þessum aðiljum, sem að vísu er sama stéttin, en hafa þó oft hvor sinna hags- muna að gæta. — Fiskiþinginu ætti að treysta til að fvlgja fast eftir áhugamál- um fiskimannastéttarinnar, og gera skyn- samlegar álvktanir um sjávarútvegsmál Alþingi til leiðbeiningar. Er það og mála sannast, að Fiskiþingin undanfarin ár, hafa ávallt haldið sig í ályktunum sín- um, innan skynsamlegra og réttra tak- marka. Og það er líka kunnugt öllum þeim, sem lil þekkja, að mýmörg meiri liáttar fiskveiðamál, liafa fyrst verið borin fram í deildunum, síðan ítrekuð á fjórðungsþingum, og loks til fullnustu áréttuð á Fiskiþingi. Fiskiþingsfulltrú- um hefir oft sárnað það, er Alþingi liefir einatt stungið tillögum Fiskiþingsins undir stól, svo áhrif þau er Fiskiþing'- inu er ætlað að hafa á Alþingi liafa oft að engu orðið. — Fjárhagsáætlun Fiski- félagsins er svo lág í lofti, eins og nú horfir málum í landinu, að segja má að ekki taki því að kveðja fulltrúa til langrar setu til þess að koma Iienni sam- an, enda fellur og mestur hluti slarfs- fjár Fiskifélagsins í sama farveg og er fyrirfram ákyeðinn. — Fái Fiskifélagið það skipulag, sem nefndartillögurnar fela í sér, verður það jafnframt að fá stórum aukin fjárráð, viðari verkaliring, og meira vald. Ella kemur breytingin ekki að neinu verulegu gagni. Þá er sj)urningin: Er nokkur vissa eða von til, að Alþingi leggi Fiskimálanefnd niður, og feli Fiskifélaginu störf hennar?

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.