Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 10
180 Æ G I R Síldargrcipin að opnast, og sieppa sildinni niður i mælikerið á bryggjunni. hvoru Iveggja er fullnægt með löndun- artækjum þeim, sem nú eru notuð á Hjalteyri og við Djúpuvík. En þeir gall- ar eru þar á, að þau tæki eru gevsi dýr, og varla er unnt að nota þau, þar sem öJdurót verður við bryggjur. Höfuðkostir greiparinnar eru þeir, að liún er ódýr, og getur unnið eins, þólt öldurót sé nokkurt við bryggjuna. En vinnuhrað- inn þó mjög viðunanlegur. Ég hygg að tæki þessi séu þau einu, sem síldarverksmiðjur ríkisins á Siglu- firði gælu notað, þvi við hryggjur þeirra verksmiðja er sjór oftast ókyr. Syrtir í álinn. Hvar sem tveir menn eða fleiri eru saman komnir, þá er það stríð sem lalað er um og aftur stríð. Það er þó ekki nema réttur fjórðungur aldar síðan heimsstyrjöldin hófst. Þeir menn sem þá bárust á banaspjótum eru flestir enn þá í fullu fjöri. Hörmungar skotgrafalífs- ins og vígvallamorðæðisins, eru enn í Jjósu minni milljóna manna, en þrátt fyr- ir það er ekki annað sýnilegt en að ný skálmöld hefjist á næstunni miklu ægi- legri en sú, sem endaði 1018. Það er hryllileg tilhugsun, að ekki skuli unnt að leysa deilumál nema með vopnaviðskipt- um, nema .með því að fórna milljónum mannslífa og gerevðileggja þau verðmæti, sem hin sarfandi hönd hefir verið að skapa um aldaraðir. Allar þjóðir í Evrópu hervæðasl og húa sig á einn eða annan hátt undir styrjöld. HJutlausu ríkin hafa einnig gert marg- víslegar ráðstáfanir, lil þess að afla sér þcirra vara, er ekki verður án komist. — Island hefir lýsl yfir ævarandi lilut- leysi, og menn treysla því að það verði virt. En ekki lifum við á hlutleysínu einu saman, livorki á friðar né ófriðar timum. Við getum aflað okkur mikilla matfanga hér heima, en þrátt fyrir það komumst við ekki af, án þess að fá talsverl af varningi utanlands frá. Ætla mætti að hjá okkur hefði gætt slíkrar fyrirhyggju og forsjálni, að tals- vert væri nú fyrirliggjandi af vörum í landinu, svo að við þyldum nokkurra mánuða siglingateppu. En þvi mun fara mjög fjarri að svo sé. Um nokkurt skeið munum við ekki hafa verið jafn illa birg- ir af várningi og nú, að undantekinni olíu. Ar er liðið síðan að stríðsnefnd var sett á laggirnar, er átti að vera ríkisstjórn- inni til aðstoðar, við að búa þjóðina und- ir að geta tekið á móti afleiðingum stríðs- ins. Lítið orð hefir farið af störfum þess- arar nefndar, en máske hefir hún starf- að mjög í kyrþey og getur slíkt stund- um verið ölJu happadrýgra. En kæmi slíkl i Jjós, er eífiðleikarnir steðja að, að hún hafi verið aðgerðasmá og talið allt með feldu og því engra aðgerða þörf, þá hefði sennilega betur farið að hún hefði aldrei til orðið. Fáum Islendingum mun blandast hug- ur um það, að sá varningur, er við þurf- um að vera hezt hirgir af er: olía, bensín, kol, veiðarfæri og salt. Geti flotinn ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.