Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 7
Æ G I R 177 A þessu stigi málsins er að vísu ekki að ræða um neina slíka vissu, en fullkomna von má telja til þess. Og ég er þess full- viss, að ef útgerðarmenn og fiskimenn sameina sig alráðnir með einum liuga, um umræddar breytingar á lögum Fiski- félagsins, með þeim ásetningi að starfa í félaginu eftir settum reglum og i fullri alvöru, þá muni Alþingi ekki standa á móti sameining Fiskimálanefndar við Fiskifélagið. — Samsetning Fiskimála- nefndarinnar ber það með sér, að bér er ekki um framlíðarstofnun að ræða, ekki það fyrirkomulag, sem vera skal um fiskveiðamálin. — Og livernig sem á málið er litið, er engin ástæða tii þess að halda uppi tveimur ríkisstyrktum fiskveiðamála-stofnunum. Þar verður önnur livor að víkja. — Stofnun Fiski- málanefndar var að minni byggju eðli- leg og réttmæt á sínum tíma, er bráðrar úrlausnar þurfti um nýjar framkvæmdir og tilraunir með sjávarafurðir. Nefndin befir og baft opin augu fyrir mörgum nýmælum, og unnið þýðingarmikið starf, enda liaft tiltölulega mikið fé til um- ráða og rúmar hendur um ýmsar vafa- samar tilraunir. — En þessarar stofn- unar er engin þörf lengur, og bún er of kostnaðarsöm. — Fiskifélagið á að taka við störfum hennar. — Hitt er svo annað mál, hvernig sambandi Fiskifélagsins við ríkisvaldið vrði báttað undir nýju starfsskipulagi félagsins. Aðeins vil ég geta þess, að mér virðist eðlilegt að rikis- valdið bafi þar svipaða íhlutun og nú gerist um ýmsar fjárveitingar, sem Fiski- málanefnd útblutar. Þá vil ég taka það fram, að ég tel bið mesta óráð að leggja niður núverandi söluskrifstofu Fiskimálanefndar. Skrifstofan, eða framkvæmdarstjóri bennar, befir þegar aflað sér svo víð- tækrar þekkingar á jiessum árum, um sölu og markaðsborfur fyrir ýmsar nýjar framleiðsluvörur, að sjálfsagt er að not- færa sér i fraintíðinni þá reynslu og kunnugleik, sem þar er fyrir bendi. Og vitanlega ber að keppa áfram á þeirri braut, að gera tilraunir um nýjar fram- leiðsluvörur sjávarafurða í sem fjöl- breyttustum myndum, og koma þeim á öruggan grundvöll með leiðbeiningum og beppilegu söluskipulagi. — Það allt verður fvrst í stað, að minsta kosti að vera undir stjórn einnar og sömu stofn- unar, svo sem nú er með freðfiskinn. Þelta er orðið nokkru lengra mál, en ég ætlaðist til í byrjun. Er þó ýmislegt ótalið, sem þörf befði verið að minnast á. — Að lokum vildi ég einungis drepá á þetta. Sumir munu ef til vill ætla, að með þessu sé ætlunin að bægja burtu eða sundra þeim sérfélögum og áhuga- mannafélögum, sem nú eru starfandi meðal fiskimannastéttarinnar, svo sem háseta- stýrimanna- og skipstjórafélög- um — Ekkert er eins fjarri sanni. Ég tel slík félög mjög mikils virði, bæði sem menningar- og bagsmunafélög. Þá eru og stóránægjuleg bin nýju sam- tök um sjómannadaginn, sem farið bafa fram með frábærum myndarskap, eink- um í böfuðstaðnum bin s. 1. tvö ár. Ekkert af þessu þarf að falla eða rýrna á neinn bátt, þótt Fiskifélagið fær- ist í það borf, sem bér er bent á. Þó er eitt félag, sem ég tel eiga sára- lítið erindi á vettvang fiskveiðimálanna. Það er svonefnt Fiskimanna- og far- mannasamband. Ekkert er á móti þvi, þótt skipsbafnir á milliferðaskipunum, strandferðaskipunum, varðskipunum, o. fl. bafi með sér félagsskap um sin sér- mál, en hagsmunir þeirra eiga ekkert skvlt við áhugaefni fiskimanna og út- vegsmanna. Miklu nær þeim standa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.