Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1939, Blaðsíða 8
178 Æ G I R Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti Sigurður Sigurðsson andaðist þann 4. ágúst síðastl. Sigurður var um marga liluti hinn merkilegasti maður. Hann var manna myndarlegastur að vallarsýn og höfðinglegur í fasi og lund. Hvar sem hann fór hlutu menn að veita honum athvgli, því að enginn hvers- dagsleikamaður var á ferð, þar sem hann var. Hann var skáld gott og bera sum kvæði hans þess greinileg merki, að þau eigi fyrir sér að lifa langan aldur á tungu þjóðarinnar. Sem ljóðaþýðandi var Sig- urður snillingur og er leitt að hann skyldi ekki snúa fleiri kvæðum á ísl. en raun varð á. Þar sem Sigurður frá Arnarholti var átti sjómannastéttin traustan liauk í liorni, er lét sig meira skipta, hvernig fór um öryggismál hennar, en flestir aðrir menn. Sigurður beitti sér eindregið fvrir stofnun Björgunarfélags Vest- mannaeyja og var forvígismaður þess um langt skeið. Hann barðist mjög ein- dregið fvrir að félagið eignaðist skip er hæði annaðist landhelgisgæ,zhi og hjörg- unarstarfsemi við Eyjar. Hinn brennandi áhugi Sigurðar og Önnu Pálsdóttur, konu hans, og velvilji og skilningur ýmsra mætra manna sigraði i þessu máli og hjörgunarskipið „Þór“ kom liingað til lands síðla vetrar 1920. Sjálf- ur lagði Sigurður og kona hans fram mikið fé til skipskaupanna, og sýndu með því hug sinn í verki til þessa merki- lega máls. Sigurður lalaði af miklum skilningi um starf sjómannsins, eins og hann hefði alla tíð stundað sjó. Og eins og hugur fastir starfsmenn þessara félaga og stofn- ana, skrifstofumenn og' aðrir þessháttar. Félag þetla hefir verið að bisa við að halda fulltrúasamkomu undanfarið. Það er vitanlega skaðlaust, ef það heldur sig við málefni farmanna, og beinir sínum ályktunum til réttra aðilja. En tvö þing eða fulltrúasamkomur fyrir sjávarútveg- inn (fjórðungsþingin núverandi eru grein á sama stofni og Fiskiþingið) auka aðeins glundroða og spilla einatt árangrinum, ])ótt vilji beggja sé góður. — Tveir tígulkóngar í sama spili, ógilda spilið. Þetta félag ætti því að halda sér að málefnum farmanna einna, en sleppa umhugsun um fiskveiðimálin, sem það hefir engin tök á, né skilyrði til að ann- ast. Ein ríkisstyrkt öflug stofnun fvrir fiskveiðimálin og sjávarútveginn er það sem fiskimenn og útgerðarmenn eiga að öðlazt. Og þeir fá hana stvrka og öfl- uga, ef þeir eru fullkomlega samtaka.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.