Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 10
244 Æ G I R þau til sjálfir. Skipstjórarnir liöfðu sterk- ar gætur á því, að doríunum væri ekki siglt ógætilega. Findist þeim einhverjir ekki gæta liófs í þeim efnum, voru seglin tekin af þeim orðalaust. Yoru það einkum Frakkar, sem urðu fyrir slíku. Þegar illt var í sjó, var erfitt að lenda við skonnorturnar. Þegar svo stóð á, þótti því bölvað að koma fyrstur að, því að þá voru engir til aðstoðar, nema skipstjór- inn og matsveinninn. Væri illviðri lijálp- uðust allir að við að losa fiskinn úr dorí- unum, en annars urðu hverjir doríu-fé- lagar að annast það. Ef gott var veður, var undir eins heitt aftur og lagt á ný. Þegar því var lokið hófst aðgerðin. Flatningsborðin voru mörg og lágu þau öll skáhalt af þilfarinu og upp á borð- stokkinn. Efst á borðinu var gat og tré- hæl stungið þar i. Járnkrók var stungið i flyðrusporðinn og flyðran síðan dregin upp á horðið og króknum fest á tréliæl- inn. Tveir menn voru við aðgerð á hverju borði og slóð annar að framan, en hinn að aftan. Flokin voru tekin af í einu lagi frá sporði og fram að höfuðsmóti. Spild- ingnum, höfuðkinnunum og kviðnum var fleigt, en rafaheltin voru sölluð i stórar ámur, er voru fram á bógnum sin hvoru megin. Tók livor áma 5—6 tunnur. Farg var alltaf haft á rafabeltunum, þar til þau voru tekin og sett í tunnur. Ameríkanar töldu rafabeltin mjög verðmæt og sögðu þeir, að algengt væri að selja tunnuna fyrir 14 dollara. Flyðruflökin voru söltuð í stafla í lestinni, án ]>ess að vera þvegin. Var meira að segja lilutast til um að hafa í beim sem mest hlóð. Þótti íslendingum slík ráðsmennska all-kynleg, en urðu vit- anlega að gera eins og fyrir þá var lagt. Flökin voru jafnan látin liggja i viku tíma, en siðan voru þau rifin upp og staflað á ný. Þorskur var og hirtur, flattur og salt- aður eins og venja er lil og' einnig langan. Var langan talin mikils virði, en þorsk- urinn miklu síður, enda hirtu þeir sama og ekkert af honum fyrstu árin, nema það, sem þeir seldu í land. Skipshöfnin mataðist öll í lúkarnum. Hafði liver skipverji sitt ákveðna sæti við borðið, og mátti engin hreyting verða á því allt sumarið. Matur var mikill og á- gætur. Þegar mikil var veiði, var alltaf etið fjórum sinnum í sólarliring, og auk þess gátu menn fengið sér te og brauð að næturlagi, þegar þá lysti. Ivjöt og ávextir voru svo að segja dagleg fæða. Á morgn- ana var stundum liaframjölsgrautur og mjólk út á. Matsveinninn hakaði hveiti- hrauð og allskonar kökur daglega, en rúg- hrauð sást þar aldrei. Te og' kakaó var oft- ast drukkið, en kaffi mjög sjaldan. Soð- inn fiskur var svo að segja í öll mál á ís- lenzku fiskiskipunum um þessar mundir, en á sprökuveiðurunum taldist það til ný- lundu, ef liann var þar á horðum. Væri matreiddur þorskur, var liann steiktur eins og hann kom fyrir upp úr sjónum, nema hvað tálknin og uggarnir var skorið burtu. Endrum og sinnum voru sleiktir lúðuhryggir og lúðuhjörtu, og þótti það koslafæða. Stundum var fisksúpa á horð- um og var ekki haft annað í hana en fisk- bein. Vín var drukkið með mat einstöku sinnum, en mjög sjaldan. Matsveinninn var yfirmaður i lúkarn- um og gekk liann slrangt eftir því, að menn sýndu á sér þrifnaðarsnið í smáu sem stóru. Það þótti jafnvel hrot á vel- sæmi að kasta eldspýtu á gólfið. enda gerð- ist bess ekki þörf, því að í hverju horni voru dallar fyrir slíka hluti. Helmingur- inn af skipshöfninni svaf í lúkarnum, en hinir í káetunni. Á háðum stöðunum ríkti eindæma þrifnaður og snyrtimennska og munu íslendingar margt hafa lært af þeirri umgengni, sem þar hlasti við þeim. Þegar veður hamlaði veiðum, skemmtu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.