Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 17
Æ G I H 251 Saltfisksalan. Fvrir nokkru síðan tókst Sölusam- bandinu að selja til Spánar 3000—3500 smál. af fiski. Er þetta fvrsta salan, sem orðið liefir til Spánar, síðan Franco tók þar við völdum. Um þessar mundir eru tvö skip að hlaða fisk, annað til Italíu, en liilt til Grikklands, og' í desember mun eitt skip lilaða til Spánar og annað til Italíu. Talið er, að óseldar saltfiskbirgðir í landinu muni nú nema um 5000 smál. Eins og nú stendur er ekkert hægt að fullyrða um söluhorfurnar. Það þvkir þó sennilegt, að viðunandi verð fáist fvrir þann fisk, sem unnt verður að koma á erlendan markað. En möguleikar fyrir því að fá skip til að flytja fiskinn út ern mjög á veikum þræði, eins og nú horfir. Við það, að mjög mikil verðhækkun hefir orðið á olíu og veiðarfærum, verða útgerðarmenn og fiskimenn að fá allmik- ið liærra verð fyrir afurðir sínar, til þess að geta staðist liinn aukna kostnað. Síð- astl. ár voru greiddar 60—70 kr. fyrir skpd. af blautum fiski fluttum um horð, en áætlað er, að í vetur þurfi að fást 100 kr. fvrir skpd. af blautfiski, til þess að verðið verði til jafns við það, sem það var síðastl. ár. Vitanlega geta þær verðbreyt- ingar orðið á útgerðarvörum fram að ver- tíð, að þessi ágizkun standist livergi. Fiskimálanefnd kaupir skip. Undanfarin ár hefir útflutningur á frystum fiski aukizt mjög mikið. Mun láta nærri að framleiðsla á frystum fiski hafi áttfaldast síðan 1934. Þann 31. okt. var búið að flytja út á þessu ári 2 036 smál. af frvstum fiski, en birgðir i land- inu eru nú taldar um 1000 smál. Síðastl. ár voru fluttar út 1 651 smal. af frystum fiski, eða allt að því helmingi minna cn hann gæti orðið nú, ef hægt væri að losna við hirgðirnar fyrir áramót. Verðið á frvsta fiskinum liefir hækkað með liverju ári. Það sem af er þessu ári er meðalverðið i)r. kg 1 04 kr., eða 5 aur- um hærra en síðastl. ár, en ef miðað er við meðalverðið 1934, þá er það 4% sinn- um iiærra i ár. Ef unnt væri að koma birgðunum út fyrir áramót, þá er talið að útflutningsverðmæti frysts fisks muni nema um 3 millj. kr. í ár. Undanfarna mánuði hefir verið allmikl- um örðugleikum hundið að flytja fiskinn út, vegna stríðsins. Þar af leiðandi hafa safnazt fvrir svo miklar hirgðir, eins og fyrr er nefnt. Fiskimálanefnd liefir nýlega fest kaup á frystiskipinu „Arctic“, með það fyrir augum að ráða l)ót á þeim vandkvæðum, sem nú eru með flutninga á frystum fiski, og skapa þessari framleiðslu þannig meira öryggi en nú er. Skip þelta er þrímöstruð skonnorta, með hjálparvél, og er 478 smá- lestir hrúttó, 377 smál. nettó og DW um 650 smál. Það er 142,3 fet á lengd, 34,6 fet á breidd og 11,1 fet á dýpt. Skipið er smíðað i Bergkvora í Svíþjóð árið 1919 og er úr eik og furu. Tvær „Atlas“-frystivélar eru í „Arctic“, og' eru þær knúðar með 2 „Mias“ 30 ha Dieselvélum. Frystivélarnar voru settar i skipið 1935 og eru laldar mjög góðar. Hjálparvélin er 120 heslafla Bolinder. Er liún úr sér gengin og verður þvi tekin hurtu og í hennar stað keypt ný 250 lia „Hansa“-Dieselvél. Talið er, að „Arctic“ geti flutl um 400 sinál. af frystum fisk- flökum í einu, eða um 450 smál. af kolum eða annari þungavöru. „Arctic“ var við Grænland árið 1936, og var fryst lúða um horð i því, er það flutti til Englands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.