Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 16
250 Æ G I R stefnubreytingu. Minnsta kosti hafa þeir, seni ielja sig einskonar forsjón almenn- ings, látið boða kúfvendingu i blöðum og útvarpi. En það virðist margt benda til þess, að þjóðin verði sein að liverfa aflur til þess, sem bún hefir einu sinni yfirgefið, þó að nauðsyn og beilbrigð skvnsemi vísi leiðina til afturbvarfsins. Undir slíkan bugsunarhátt liafa runnið ýmsar stoðir um nokkurt skeið, en ekki er ósennilegt, að þær verði næsta burðar- litlar, ef þungi allsleysisins þarf á þær að leggjast. Sú var líð, að i bverju þurrabuðarkoti við sjávarsíðuna var ekki notað annað viðbit en bræðingur. Vitanlega bar það oft við, að Iiann var alls ekki til. En nú er bræðingurinn fvrir löngu síðan horfinn af borðum þurrabúðarfólksins, og það er tæipast um bann talað, nema i sambandi við lmngursneyð, líkt og bann hafi verið einhver liallærisfæða. Hin vísindalegu sannindi um vítamínauðgi lýsisins, hafa ekki megnað að fá fólkið til að eta bræð- ing á ný. Þótt sannað sé, að næstum hvert barn, sem fæðist á Islandi, fái beinkröm, þá hefir ekki lekizt að endurlifga bræð- ingiun, en hann mundi verka sem hið bezta meðal gegn þeirri veiki. — En nú, þegar búast má jafnvel við, að feitis- skortur verði til smjörlíkisframleiðslu í landinu, þá er talað um að reyna að nota bræðing, rétl eins og liann sé ekki étandi, nema þegar ekki er annars kost- ur. Til þess að færa sönnur á, bve þess- ar ályktanir stangast við veruleikann, birti ég bér upplýsingar, þessu viðvíkj- andi, sem dr. Þórður Þorbjarnarson lief- ir látið mér í té: Samanburður á smjörlíki og þrem teg- undum af bræðing með 10 %, 20 % og 30 % af lýsi: Gert er ráð fyrir, að í smjörlikinu séu 85 % af fitu, en i bræðingnum 99 %. I lýsinu, sem notað er i bræðinginn, er gert. ráð fyrir að séu 1600 alþjóðaeiningar af vítamin A, en 200 alþjóðaeiningar af víta- mín D. Fita Alþjóðaeininí'ar Vitam. A. Vitam. I). Smjörlíki um 85% um l'h um 1 Bræðingur: með 10°/o af lvsi. — 99% - 160 - 20 20% af lýsi. - 99% — 320 — 40 30% aflýsi. - 99% - 480 - 60 Hitaeiningagildi smjörlíkisins og bræð- ingsins verður mjög svipað, og munar þar einungis því, að nokkurt vatn er í smjörlíkinu, eða sem næst 15 %, afgang- urinn, eða 85 %, má heita að sé allt fita. Þessi samanburður skýrir sig sjálfur og sýnir greinilega yfirburði bræðings- ins. Hver' búsmóðir getur sjálf búið til bræiðing, ef bún hefir tólg og hreinsað þorskalýsi. Ég held að það væri hollráð, allra hluta vegna, að byrja nú að nota bræðing á ný. Húsmæður ættu að taka þetta til rækilegrar athugunar, og það áður en þær kenna neyðina. Eitt af því, sem íslendingar ættu að venja sig á, er að nota alltaf þorskalifur með fiski, þegar þess er kostur. Með því mætti drjúgum spara bæði smjörlíki og tólg, auk þess sem lifrin er miklu liollari. Ef horfið væri að því ráði, sem liér Iiefir verið bent á, mætti allmikið sporna við feitmetisskorti, en um leið gera fæð- una bætiefnaríkari. Enskir togarar eru nú aftur farnir að stunda veiðar við ís- tand. Hafa þeir livað eftir annað leitað hafnar á Austfjörðum, af ótta við kafbáta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.