Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1950, Page 10

Ægir - 01.01.1950, Page 10
4 Æ G I R yert með svokölluðum krussaraskut. Minni hætta er á að skrúfan „slái upp úr“, ef skuturinn er hafður langt aftur og síður niður í sjóinn. Þetta er þó ekki auðvelt, þegar um stóra skrúfu er að ræða, svo að árangrinum verður ekki náð nema að nokkru leyti. Ef um lítil skip er að ræða og hlutfalls - lega stóra skrúfu, er oft ekki hægt að koma við krussaraskut, og verður þá að leysa vandann á þann hátt, sem bezt reynist. Það, sem sagt hefur verið hér að fram- an, á eingongu við um nýsmíði, en árekstr- arnir verða þó enn þá tíðari, þegar verið að skipta um vélar í skipum. Oft kemur það fyrir, að hvorki er rúm fyrir vél né skrúfu, vélinni er samt troðið niður, og dæmi éru til þess, að skipið verður ónot- hæft. Slik mistök mega ekki koma fyrir, skipaeigendur geta fengið leiðbeiningar um þessi atriði endurgjaldslaust. Trú manna á lítið skrúfuop. Allar tilraunir, sem gerðar eru til þess að auka hraða skipsins án þess að auka orku aðalvélarinnar, eru virðingarverðar. Sumar hafa gefið góðan árangur, svo sem bætt lag skipsbolsins neðan sjólínu og þá ckki síður bætt lag slirúfunnar. Ein allra lífseigasta tilraunin er sú, að fylla upp opið umhverfis skrúfuna, jafnvel svo mik- ið, að skrúfan geti rétt snúist. Mönnum hefur löngum skilist, að þetta hljóti að vera til bóta. Um 40 ár eru nú liðin síðan fyrstu tilraunirnar í þessa átt voru gerðar, en þær urðu árangurslausar hvað hraða- aukningu snerti, en hins vegar kom fram mildll titringur. Hér á landi hafa verið gerðar og eru enn þá gerðar tilraunir með að fylla upp bilið milli skrúfunnar og stefnisins. Ekki er vitað um, að það liafi nokkurn tíma orðið til bóta, enda mjög ó- liklegt að svo yrði. Hollenzkir skipasmiðir hafa fyrir nokkr- um árum gert vísindalega rannsókn á þvi, livernig bezt sé að staðsetja skrúfur í skipurn. Verður hér aðeins vikið að skip- um með einni skrúfu, og stuðst við bók, sem lit kom siðastliðið ár, en höfundar hennar eru þrír hollenzkir vísindamenn á þessu sviði. Það, sem hér verður sagt um staðsetn- ingu slcrúfunnar, á einungis við um stór skip, svo að beinast liggur við fyrir þá, sem eru að láta smíða stór skip erlendis, að láta þá, sem smíða skipin, taka þetta til athugunar og eftirbreytni. — Sumir skipasmiðir gera allt á allra fullkomnasta hátt, svo fremi að þeir kunni deili á því, en aðrir vinna verkið svo að lieita má við- unandi. Það er því sjálfsagt, þegar sanm- ingur er gerður um smiði skips, að taka sem flest fram. Því að þegar kaupandi eðá umboðsmaður hans hafa skrifað undir samninginn og teikninguna, er allt viður- kennt, sem þar er skráð og teiknað. Á meðfylgjandi mynd er sýnd skrúfa

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.