Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1950, Side 16

Ægir - 01.01.1950, Side 16
10 Æ G I R því 1901. Telur fiskiþingið að slefna beri að því að fá landgrunnið viðurkennt sem íslenzka landhelgi. Skorar fiskiþingið á Al- þingi að ákveða eins fljótt og frekast þykir fært sem mesta rýmkun landhelginnar og sérstaklega að allir flóar og firðir landsins skuli vera innan landhelgi, þar með talinn Norðurflóinn frá Horni að Melrakkasléttu. Telur fiskiþingið rýmkun landhelginnar lífsnauðsyn til þess að hindra eyðileggingu fiskimiðanna og þann voða, sem af því leiddi fyrir landsmenn.“ Samræming fargjalda. „Fiskiþing skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að gera nú þegar ráðstafanir til að útsöluverð á allri íslenzkri vöru, svo sem: olíum, benzini, veiðarfærum og allri ann- arri nauðsynjavöru, verði hið sama hvar sem er á landinu." Vitamál. „Fiskiþingið skorar á vitanefnd að taka til athugunar byggingu eftirtalinna vita, ljósmerkja og innsiglingarmerkja, og mæla með byggingu þeirra, eftir því sem ástæð- ur leyfa: 1. Að reistur verði viti á Hafnarnesi við Þorlákshöfn. 2. Að ljósmagn Knararóssvitans verði aukið frá því sem nú er. 3. Að raftaug verði lögð það bráðasta frá endastöð rafveitu Vestmannaeyja að Stórhöfðavita. 4. Að radiovita verði komið upp á Dala- tanga ásamt stefnuvita á Langanesi. ö. Að reistur verði innsiglingarviti við Norðfjörð. 6. Að viti verði reistur á Seley. 7. Að reistur verði innsiglingarviti á Landatanga við Stöðvarfjörð og einn- ig' verði sett þar upp hljóðdufl. 8. Að reistur verði viti á Hvalnesi við Eystrahorn. 9. Að leiðarmerki verði sett upp við inn- siglinguna á Papós og þannig útbúin, að hægt verði að setja i þau ljós, ef með þarf. 10. Að innsigling á Djúpavog verði auð- kennd moð 2 Ijósduflum. 11. Að ljósmagn Hvanneyjarvitans verði aidvið. 12. Að aftur verði reistur innsiglingarviti við Hornafjarðarós og að lýst verði leiðin milli Eystraskers og Borgeyjar- boða. 13. Að ljósmagn Brimnesvitans við Scyðis- fjörð verði aukið. 14. Að sett séu gleggri innsiglingarmerki á Raufarhöfn. 15. Að byggður verði viti á Hrólfsskeri við Eyjafjörð. 16. Að byggður verði viti að Lundey við Skjálfanda. 17. Að aukið verði ljósmagn Hríseyjar- vitans. 18. Að byggður verði radioviti á Sléttanesi. 19. Að aukið verði ljósmagn vitanna á Vestfjörðum. 20. Að vitinn, sem ákveðinn hefur verið á Rifi á Snæfellsnesi, verði reistur á sumri komanda. 21. Að góð Ijósdufl verði selt á Vestur- boða í Grundarfirði og Þrælaboða við Búlandshöfða. I'iskiþing skorar á vitamálastjóra að hlutast til um, að eflirleiðis verði ábúandi á Öndverðarnesi. Fiskiþingið vítir formann Vitanefndar fyrir, að ekki hefur verið haldinn fundur í Vitanefnd á þessu ári og skorar á hann, að kalla saman nefndina nú þegar, svo að hún geti tekið upp störf, sem henni ber að rækja.“ Bygging fiski- og fiskiðnrannsóknarstöðvar. „Fiskiþingið telur brýna nauðsyn á, að sem fyrst verði sköpuð viðunanleg skil- yrði fjTÍr rannsóknir á sviði sjávarútvegs- ins. Skorar þingið í því sambandi á við- komandi stjórnarvöld að greiða fyrir því, að bygging sú, sem ætlað er að reist verði íyrir rannsóknir þessar, komist upp sem fyrst.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.