Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1950, Page 18

Ægir - 01.01.1950, Page 18
12 Æ G I R liverjum tíma, séu jafnar lesnar með veð- urfregnum, ef í þeim felast öruggari eða nýrri upplýsingar en veðurstofunni hafa borizt frá athugunarstöðvum í landi.“ Pélagsmál. „Meðan ekki er ráðinn fastur landserind- reki í þjónustu Fiskifélagsins, samþykkir fiskiþingið að beina þ\á til stjórnar Fiski- félagsins að beita sér fyrir því, að fjórð- ungserindrekar eða aðrir hæfir menn vinni að útbreiðslu og aukinni starfsemi fiski- deildanna eftir því sem stjórn Fiskifé- lagsins þykir nauðsyn til bera á hverjum tíma. Leggur fiskiþingið áherzlu á það, að strax á yfirstandandi vetri verði hæfur maður fenginn til að heimsækja fiskideild- ir í Sunnlendingafjórðungi, og sé einnig fyrir hann lagt að halda fundi i þeim ver- stöðvum sunnanlands, þar sem Fiskifé- lagsdeildir starfa ekki eða eru fallnar niður. Þá leggur fiskiþingið áherzlu á það, að fiskimálastjóri, vélfræðiráðunautur og aðr- ir hæfir menn flylji sem oftast erindi í litvarp um starfsemi og tilgang Fiskifé- iagsins. Þá beinir fiskiþingið því til stjórnar Fiskifélagsins, að hafa forgöngu um meira samstarf hinna ýmsu félagasamtaka út- vegsins um sameiginleg hagsmnnamál." Talstöðvar í fiskiskipum. „Fiskiþingið telur, að talstöðvar séu eitt þýðingarmesta öryggistæki sjófarenda og því brýn nauðsyn, að sem flest fiskiskip, smærri og stærri, eigi jafnan kost þessara tækja með þeim kjörum og skilyrðum, sem bæði eru viðráðanleg og viðunanleg. 1 samræmi við ofangreindar staðrevndir samþykkir fiskiþingið: 1. Að slcora á Alþingi og ríkisstjórn að veita eigi lægri upphæðir til talstöðva í fiskiskipum en póst- og símamála- stjóri rökstyður að nauðsynlegt sé á hverjum tíma. Að skora á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um að jafnan sé veittur nauðsynlegur gjaldeyrir til innflutn- ings á efni til talstöðva. Að skora á landssímann að tryggja í heildartryggingu allar talstöðvar á fiskiskipum og ná með því mun hag- stæðari tryggingarkjörum en einstak- lingar fá með tryggingum tækjanna hvor i sínu lagi. Fulltrúor á norrænu (islci- málaráðstefnunni í Hindsgaul. Sjá grein á 16. síðu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.