Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 4
394
ÆGIR
til herskipa eða hernaðarflugvéla eða
annarra skipa, eða flugvéla, í þjón-
ustu ríkisins, sem til þess hafa fengið
réttindi.
5. Ef eftirför er framkvæmd af flugvél,
a) skulu ákvæði 1. og 3. gr. gilda
eftir því sem við á,
b) skal flugvél, sem gefur stöðvunar-
merki veita skipinu eftirför sjálf
þar til skip s.trandríkisins, sem
kölluð hafa verið á vettvang af
flugvélinni, koma til að taka við
af flugvélinni við eftirförina,
nema flugvélin geti af eigin ram-
leik handtekið skipið. Það rétt-
lætir ekki handtöku á úthafinu ef
skipið sást einungis úr flugvél-
inni framkvæma brot eða grunur
er um brot, ef ekki var hvort
tveggja gert að gefa fyrirskipun
um stöðvun og skipinu veitt eft-
irför af flugvélinni sjálfri.
6. Ekki er hægt að krefjast þess, að
skip, sem handtekið hefur verið á
yfirráðasvæði ríkis og fylgt hefur
verið til hafnar þess ríkis í þeim til-
gangi, að rannsókn verði framkvæmd
af viðkomandi stjórnvöldum, verði
látið laust, á þeirri forsendu einni,
að skipið hafi á leið sinni til hafnar-
innar farið yfir svæði á úthafinu ef
aðstæður hafa gert það nauðsynlegt“.
Af hálfu íslands var óskað eftir nokkr-
um breytingum á þessari grein og tillögur
bornar fram í því skyni. Breytingartillög-
urnar voru sem hér segir:
Við 1. málsgr.: Þriðja setningin orð-
ist svo: „Ekki er nauðsynlegt, þeg-
ar hið erlenda skip fær fyrirskipun
um að nema staðar, að það, eða skip-
ið, sem gefur fyrirskipun um stöðv-
un, séu innan landhelginnar".
Við 3. málsgi*.: Málsgreinin orð-
ist svo: „Eftirför telst hafin þegar
skipið, sem hana veitir hefur full-
vissað sig um það með mælingum, að
skipið, sem veitt er eftirför eða einn
af bátum þess sé eða hafi verið innan
landhelginnar eða eftir atvikum inn-
an viðbótarbeltisins. Sjáanleg eða
heyranleg stöðvunarmerki skulu gef-
in jafnskjótt og þau geta sést eða
heyrst frá hinu erlenda skipi“.
I skýringum, sem gefnar voru með þess-
um tillögum var af íslands hálfu bent á,
að með þeim væri ætlast til, að eftirför
gæti hafizt eftir brotlegu skipi enda þótt
það væri þá ekki innan landhelginnar.
Gæta bæri þess, að rétturinn til að veita
eftirför væri viðurkenndur í því skyni
að gera því ríki, sem léti veita eftirför
kleift að fást við brot á lögum þess, sem
framin væru innan landhelginnar. Dóm-
stólar á Islandi hefðu ávallt litið svo á,
að það skipti ekki máli hvort skip það,
sem veitt væri eftirför væri innan land-
helgi eða ekki, þegar eftirförin hæfist.
Báðar þessar tillögur voru felldar í
nefndinni með miklum atkvæðamun, hin
fyrri með 34 gegn 7, en 12 sátu hjá og
hin síðari með 33 gegn 3 og 18 sátu hjá.
Voru þær þar með úr sögunni. Þriðja
brey.tingartillagan var við 5. málsgrein
á þá leið, að í b. lið skyldi bæta orðunum
„eða flugvél“ aftan við orðin „þar til
skip“ og bæta skyldi við málsgreinina eft-
irfarandi: „eða annarri flugvél eða skipi,
sem halda eftirförinni óslitinni“.
Þessi tillaga var mjög þýðingarmikil til
þess að fá viðurkennt, að nota mætti flug-
vélar á nákvæmlega sama hátt og skip
til gæzlustarfa. Var hún samþykkt með
25 gegn 11 en 22 sátu hjá. Var tillagan
þar með komin inn í tillögur nefndarinn-
ar og kom sem slík fram á allsherjar-
fundi síðar og hlaut þar tilskilið sam-
þykki. Var þetta mjög þýðingarmikið at-
riði með tilliti til framkvæmdar landhelg-
isgæzlunnar hér við land. Síðasta breyt-
ingartillagan var sú, að bæta skyldi við
nýjum lið, c. lið, við 5. málsgr. svohljóð-
andi: „Ef sézt hefur til skips innan land-
helgi eða viðbótarbeltis og gengið hefur
verið örugglega úr skugga um brot þess
og hvert skipið er, er heimilt að hand-
taka skipið á úthafinu til frekari rann-