Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 12
402 ÆGIR (~ Haf- og fiskirannsóknir a, uu sj, mi dt; Breytingar d göngum ufsans undanfarin dr Þýzkir togarar stunda ufsaveiðar við Island, Noreg, Færeyjar og í norðanverð- um Norðursjó. í ár var afli þeirra á flestum veiðisvæðum mun minni en í fyrra. Við Noreg varð aflinn t. d. aðeins 4 þúsund tonn á móti 14 þúsund tonnum í fyrra og við Færeyjar féll aflamagn þýzkra togara úr 10 þúsund tonnum í 2 þúsund tonn. Aflaleysi þetta er að nokkru leyti af fjárhagslegum ástæðum, en or- sakast á hinn bóginn einnig af breyting- um á hegðun ufsans. 1. mynd sýnir aldurs- og lengdardreif- ingu ufsans á helztu veiðisvæðum þýzkra togara undanfarin 3 ár. Það er áberandi, að árgangarnir frá 1949—1951 hafa ver- ið ríkjandi í veiðinni á flestum stöðum. Sveiflur í stærð hinna einstöku ár- ganga í ufsastofninum ráða miklu um aflabrögðin, en hinsvegar er aflabrest- urinn við Noreg ekki einvörðungu af líf- «0 60 60 100 120 60 60 1 0 IX 120 60 Lofoten Sviney 60 10 100 120 Fœreyjar i *o 40 Argangur 1951 ] 1950 | 1949 ] 60 10 100 120 cm Nordursjor 1958-59 1. myncl: Aldurs- og lengdardreifing ufsa á Iielztu veiðisvæðiun þýzkra togara árin 1956—1959. fræðilegum orsökum. Að vísu eru hinir sterku árgangar frá 1949—51 úr sögunni á þessu veiðisvæði, og árgangarnir frá 1953 og 1954 eru lítilsmegandi. Hér má einnig kenna um minni sókn, sem orsakast hefur af því, að minna hef- ur gengið af fiski á miðin vegna óhag- stæðra ytri skilyrða. Aflarýrnunina á ís- landsmiðum má einnig rekja til mun minni sóknar við suðaustur- og suðvest- urströndina á vetrarvertíðinni, og hafa þýzkir togarar í stað þess sótt meira í karfastofninn. Um veiðar þýzkra togara á Færeyjamiðum gegnir sama máli. Rannsóknir seinustu ára hafa kastað nýju ljósi yfir ýmiss atriði í hegðun ufs- ans í Norðurhöfum, sérstaklega með til- liti til skilnings okkar á sveiflum í stærð stofnsins. Ef við lítum aftur á 1. mynd, kemur í ljós, að sterku árgangarnir frá 1949—’51 hafa enzt miklu skemur í veiðinni við Noreg en við Færeyjar og ís- land. Hér er þó ekki um að kenna of mikilli 13S6/5/ veiði við Noreg, heldui' hinu, að síðan árið 1957 a. m. k. hefur all- mikill hluti þessara ár- ganga gengið frá Nor- egi til Færeyja og ís- lands. Hefur þetta komið greinilega í ljós með merkingum þeim, sem norski fiskifræð- ingurinn Steiiiar Olsen gerði á ufsa við Nor- eg á árunum 1955—58. Merktur ufsi hefui' veiðzt í norðurhluta Norðursjávarins, við •0 1Ö0 120 cm Islond Aldurs-(%) og lengdordreifing (%o, 5sm floKKor) ufsastofnanna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.