Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 14
404
ÆGIR
Fœreyjar
'3. mynd: Aldurs- og lengdardreifiug ufsa við Island og Færcyjar
árið 1959.
sjónum, en vöxtur þessara sömu árganga
var þar óvenju hægur.
Rannsóknir undanfarinna ára við ís-
land hafa sýnt ýmsar breytingar á göng-
um ufsans á því svæði. T. d. hvarf ár-
gangurinn frá 1945 alveg frá íslandi í
nokkur ár; árið 1956 hvarf aftur mikið
af stórufsa frá íslandi, samtímis því sem
stórufsaveiði við Færeyjar jókst skyndi-
lega. Ufsi sá, sem þar veiddist hafði öll
einkenni íslenzka ufsans. Að lokum má
minna á hinar miklu göngur ufsa frá
Noregi til íslands síðan árið 1957. Rann-
sóknir á ufsanum við Færeyjar sýna, að
stofninn þar samanstendur af fiski af
færeyskum, norskum og íslenzkum upp-
runa, sérstaklega hafa norsku árgang-
arnir frá 1949—51 verið áberandi. Einn-
ig lítur út fyrir, að nýjar göngur frá ís-
landi til Færeyj a hafi átt sér stað á þessu ári.
3. mynd sýnir aldurs- og lengdardreif-
ingu ufsans við ísland og Færeyjar árið
1959. Við Island eru árgangamir frá
1949—51 sérstaklega áberandi. Árgang-
arnir frá 1954 og 1955 létu einnig að sér
kveða við norðvestur-
ströndina, en lítið var af
þeim við suðaustur-
ströndina. í júlí virðist
allmikið af árgöngunum
frá 1949—51 hafa yfir-
gefið svæðið út af suð-
austur Islandi, því í
seinnihluta júlí hófst
mjög óvænt ufsaveiði á
Island-Færeyja hryggn-
um. Þessari veiði lauk í
ágúst jafn skyndilega og
hún byrjaði. Samtímis
þessu byrjaði ufsaveiði
við Færeyjar í ágúst, og
er það mun fyrr en venja
er til. Rannsóknir á ald-
urs- og lengdardreifingu,
gerð kvarnanna og vaxt-
arhraða sýna, að hér var
íslenzkur ufsi á ferð-
inni.
Rannsóknir „Anton Dohrn“ hafa sýnt,
að kaldur botnsjór flæðir yfir Island-
Færeyja hrygginn, og er hugsanlegt, að
útbreiðsla og magn fisktegunda á þessu
svæði standi í nánu sambandi við styrk-
leika þessa straums.
Ekki er ennþá vitað hvað hafi orsakað
göngur þær, sem hér hefur verið minnzt
á. Ef til vill er orsakarinnar að leita í
lægra hitastigi eins og í Barentshafi síð-
an 1956 eða í mjög hagstæðum fæðuskil-
yrðum svo sem við vesturströnd Noregs
undanfarin ár. Hver svo sem orsökin
kann að vera, þá hafa göngur þessar gert
mjög erfitt fyrir um alla útreikninga á
stærð hinna einstöku ufsastofna í Norð-
ur-Atlantshafi.
Nánari skilningur á hcgðun ufsans á
á þessu sva'ði fæst ekki ncma tvö eða
fleiri rannsóknarskip vinni samtímis að
rannsóknum þessum, og væri mjög æski-
legt að slík samvinna gæti hafizt hið
bráðasta.