Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 9
ÆGIR 399 eru niður allar vörur úr hampi og bóm- ull. Af innfluttum fiskinetum úr þessum efnum er 5% innflutningstollur. Norð- menn hafa ríkiseinkasölu á innfluttum veiðarfærum og virðist hlutverk hennar, að sjá um, að innflutningurinn lami ekki starfsemi innlenda iðnaðarins, enda er mjög lítill innflutningur tilbúinna vara. Þannig telja Norðmenn sig ekki hafa efni á því að láta atvinnumöguleika veið- arfæraiðnaðarins ónotaða. Hafa þeir samt margskonar stóriðnrekstur og fjölþættara atvinnulíf en við. Nú munu uppi ráðagerðir um að flytja í vaxandi mæli inn veiðarfæri fullbúin til notkunar (uppsett), á lággengi þess innflutnings, frá Japan. Verður í því sambandi að athuga þjóðhagslegt gildi vinnunnar við uppsetningu veiðarfær- anna. Auk verksmiðj uiðnaðarins vinna árlega um 400 manns að meira eða rninna leyti við netahnýtingu hjá stærstu netagerð landsins. Liggja ekki fyrir skýrslur um hve margt fólk á öllu landinu tekui þátt í nefndri vinnu, en líkur benda til, að ekki minna en 2000 manns taki þátt í henni, sem aðalvinnu eða ígripavinnu vetrarmánuðina. Þessi vinna er mjög hagstæð fyrir þjóðarbúið, því að hér er um heimilisiðn- að í skammdeginu að ræða, sem nýtist fyrir útflutningsframleiðsluna. Hana stunda að mestu gamalt fólk, öryrkjar, sjúklingar og duglegar húsmæður, sem komast ekki frá heimilum sínum til ann- arrar vinnu. Á sumrin dreifist nefnt vinnuafl á hagkvæman hátt til atvinnu- vega þess árstíma. Hér þarf að meta raunverulega þjóðar- hagsmuni, en standa á verði fyrir annar- legum tímabundnum stundarhagsmunum. Vinna þessa fólks er einn þáttur í fisk- veiðunum, og við eigum ekki að láta hana af hendi frekar en fiskveiðarnar sjálfar. Lega landsins, mikilvægi fiskveiðanna, orka fallvatnanna, sem þegar er búið að beizla, duglegt, fjölhæft iðnverkafólk ásamt tækni nútímans, skapa sameigin- lega ákjósanleg skilyrði fyrir veiðarfæra- iðnað. Á gengi útflutningsframleiðslunn- ar og með jafnrétti í skattaálagningu við hverskonar rekstursform mun hann geta keppt við frjálsan innflutning og verið samkeppnisfær við iðnað vestrænna þjóða. En það er álitamál, hvort ekki á að fara að dæmi Norðmanna og greiða þjóð- hollum útgerðarmönnum, sem kaupa held- ur innlenda framleiðslu, þegar hún er á sama verði og útlend, niður innlend veið- arfæri. Fyrst vel efnuð þjóð grípur til slíkra ráða til að hamla á móti sérhags- munum innflutningsverzlunarinnar, sem nýtast lítið fyrir þjóðarbúið, því skyldi ekki fátæk þjóð, sem á við gjaldeyriserf- iðleika að stríða, framkvæma hliðstæðar ráðstafanir ? frá Netaverksmiðju ERICH SCHROEDER & Co., ___ HAMBORG OG REINHEIM, Þýzkalandi, eru beztu og veiðnustu netin. Undanfarin ár hafa ýms hæstu síldveiðiskipin veitt í SCHROEDER herpinætur og reknet. Sendið pantanir tímanlega til okkar eða netagerðarmanna. Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snœbjörnsson h.f.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.