Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 5
ÆGIR 395 sóknar þó óslitin eftirför hafi ekki átt sér stað, enda fari handtakan fram inn- an 24 klst.“ Þessi tillaga var felld með 37 atkv. gegn 10 en 11 sátu hjá og var hún þar með úr sögunni. Eins og áður segir var annað það, sem þessi nefnd fjallaði um ekki þannig vaxið, að það snerti hagsmuni fslands sérstak- lega og verður því þetta látið nægja um störf þessarar nefndar og þau mál, sem hún fjallaði um. Ráöstefnulok. Hér á undan hefir verið lýst gangi mála á ráðstefnunni og þó aðeins tak- markað við þau atriði, sem snerta hags- muni íslands beint, þar sem annars hefði orðið um alltof langa skýrslu að ræða. Eftir er þá að skýra frá tveimur til- lögum, sem fram komu varðandi það, hvert skyldi verða framhald á meðfeið þeirra atriði, sem ráðstefnan ekki hafði getað náð samkomulagi um, þ. e. víðáttu landhelginnar og víðáttu fiskveiðilögsög- unnar. Önnur þessara tillagna var fia fjórum ríkjum, Ástralíu, Kanada, Ceylon og Ghana og var á þá leið, að á meðan frestað væri frekari umræðum um þau tvö atriði, sem ekki hafði náðst um sam- komulag á ráðstefnunni, væri lagt til við öll ríki, að þau skyldu ekki færa út lög- sögu sína, hvorki hina almennu né þá, sem tæki til fiskveiða eingöngu. Enn- fremur var framkvæmdastjóri SÞ beðinn að kalla ráðstefnuna saman á nýjan leik, í aðalstöðvum SÞ eftir lok þrettánda Alls- herjarþings (en það var haustið 1958) til þess að taka til meðferðar víðáttu landhelginnar og fiskveiðilögsögunnar. Frá Kúbu kom tillaga, sem gerði ráð fyrir, að kölluð yrði saman önnur íáð- stefna til að fjalla um þau atriði, sem þessi ráðstefna gat ekki leyst. Skyldi þetta tekið til athugunar á Allsherjar- þinginu 1959 og þá ákveðið, hvenær ráð- stefnan skyldi kvödd saman. f meðförum ráðstefnunnar var þessu þó breytt þann- ig, að málið skyldi koma fyrir Allsherjar- þingið þegar um haustið 1958, en það varð raunverulega til þess, að önnur ráð- stefna var einu ári fyrr á ferðinni en ella hefði orðið. Skoðanir voru allskiftar um þessar til- lögur, og fleiri sjónarmið komu raunar fram þó þeirra verði ekki getið hér enda snerust umræðurnar nær eingöngu um þessar tvær tillögur. Svo fór þó að lok- um, að tillaga Kúbu var samþykkt með smávægilegum breytingum. Greiddu 48 atkvæði með tillögunni en tveir á móti og 26 sátu hjá. Hin tillagan var þá úr sög- unni. ísland sat hjá við þessa atkvæða- greiðslu og gerði formaður íslenzku nefndarinnar þá grein fyrir þeirri af- stöðu, að ef ísland hefði samþykkt tillög- una, mætti skilja það svo, að með því væri fallist á að hafast ekki að varðandi víðáttu fiskveiðilögsögunnar við ísland. Ríkisstjórn fslands hefði beðið þolinmóð til loka þessarar ráðstefnu, en samkomu- lag hefði ekki náðst, og engin trygging væri fyrir því, að samkomulag næðist á annarri ráðstefnu. Væri ekki með sann- girni hægt að ætlast til að ísland biði lengur með að tryggja lífshagsmuni sína. í þessu sambandi gat hann þess einnig, að tillaga Suður-Afríku um hin sérstöku tilfelli, sam samþykkt hefði verið af ráð- stefnunni væri gagnleg, að því er varð- aði fiskisvæði utan lögsögu strandríkis- ins en hefði ekkert að gera með fisk- veiðilögsöguna sem slíka. Mun óhætt að segja, að fáar eða engar yfirlýsingar á þessari ráðstefnu hafi vak- ið jafn óskifta athygli þeirra, sem þar voru eins og þessi síðasta yfirlýsing ís- lenzka fulltrúans, en með henni var raun- ar gefið til kynna, að ísland myndi, ef það teldi það varða lífshagsmuni sína, gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi fiskveiðilögsöguna, að lokinni ráðstefn- unni. Tillaga Kúbu, sem samþykkt var og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.