Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 7
ÆGIR
397
—ManneS f-^dfáóon, jramli/.itf.;
Veiðar/æra/ðnaður og efnakagsm.á[
I umræðunum um atvinnumál framtíð-
arinnar er oft minnst á iðnaðinn. Er þá
yfirleitt talað um stóriðnað til útflutn-
ings, sem við höfum hvorki fjármagn né
vinnuafl til að framkvæma. Að vísu má
flytja þetta hvorttveggja inn erlendis frá,
en á meðan það er í athugun væri ef til
vill ómaksins vert að hugleiða, hvort ekki
sé hægt að viðhafa meiri búhyggindi í
rekstri núverandi atvinnugreina.
Með fjölgun og stækkun fiskiskipanna
fer gjaldeyrisnotkunin til veiðarfæra-
kaupa ört vaxandi. Á sama tíma hefur
innlendur veiðarfæraiðnaður verið van-
ræktur, vélar teknar úr notkun án endur-
nýjunar, og veiðarfæraverksmiðjurnar
tína tölunni hver af annarri.
Á styrjaldarárunum og fyrst eftir þau
voru starfandi hér nokkrar myndarlegar
veiðarfæraverksmiðj ur, sem skipulögðu
starfsemi sína að beiðni stjórnarvalda til
að bjarga veiðarfæraþörfinni. Hampiðjan
h. f. framleiddi allt botnvörpugarn, botn-
vörpur og í samvinnu við Veiðarfæra-
gerð íslands allar fiskilínur, sem íslenzku
fiskiskipin notuðu á þeim árum. Neta-
gerð Vestmannaeyja h.f. framleiddi mik-
ið af þorskanetum. Tóku stjórnarvöld
upp skömmtun á þeim til að sem flestar
verstöðvar sunnanlands nytu þeirrar
starfsemi. Veiðarfæraverksmiðjan Björn
Benediktsson h.f. hóf starfsemi í lok
stríðsins og gegndi þegar í stað mikil-
vægu hlutverki til að fullnægja veiðar-
færaþörfinni, sem fór þá vaxandi.
Nokkru eftir styi'jöldina var þessum
fyrirtækjum ýtt til hliðar í atvinnumál-
um, og hafa þau aldrei síðan starfað á
réttu gengi eða á jafnréttisgrundvelli við
innflutninginn. Árangur þeirra stjórnar-
hátta segir til sín. Vélar Veiðarfæragei’ð-
ar Islands voru teknar úr notkun árið
1957 og á aðalfundi Netagerðar Vest-
mannaeyja fyrir nokkru var samþykkt að
slíta félaginu. Hefði verið viturlegra að
láta hina dugmiklu íbúa gull-eyjunnar fá
fyrirgreiðslu til endurnýjunar á vélum
sínum til þorskanetaframleiðslu úr gerfi-
efnum. Eru nú aðeins tvær veiðarfæra-
verksmiðjur starfandi í landinu. Blæs
ekki byrlega fyrir veiðarfæraiðnaðinum
frekar en á dögum Skúla.
Starfsgrundvöllur
veiðarfæraiðnabarins.
Hinn ótollverndaði veiðarfæraiðnaður,
sem keppir við erlent markaðsverð, nýtur
engrar fyrirgreiðslu vegna verðbólgu og
rangrar gengisskráningar, en sjávarút-
vegur og landbúnaður myndu stöðvast af
sömu sökum án stórfeldrar óhjákvæmi-
iegrar millifærslu. Samkeppnisaðstaðan
er því óraunhæf og vonlaus.
Innflutningsverzlunin á veiðarfærum
nýtur þægilegrar sérstöðu, hefur hlut-
fallslega lægri skatta en iðnaðurinn og
enga stóreignaskatta. Þar sem veiðar-
færaiðnaður, sem eitthvert gagn er í,
þarf mikil húsakynni og miklar vélar,
liggur hann vel við hinum tíðu refsiað-
gerðum Alþingis, stóreignasköttunum.
Hallast nú ekki á, því að baggarnir eru
orðnir tveir.
Veltuútsvar á veiðarfæraiðnaðinum er
1%, en á innflutningsverzluninni 0,8%.
Veltuútsvar á botnvörpunetum framleidd-
um á netastofu í Reykjavík úr innlendu
botnvörpugarni er 2%, en á botnvörpu-
netum innfluttum frá Bretlandi 0,8%. —
Skattayfirvöld neita árlega um leiðrétt-
ingu á þessu misrétti.
Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst,
að hér er ójafn leikur íslenzkum hags-
munum í óhag. Að sjálfsögðu er ekki