Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 15
ÆGIR 405 Fundurinn í Edinborg um fiskveiðiskýrslur Dagana 22.—30. sept. hittust fulltrúar 14 landa, sem hagsmuna hafa að gæta í sambandi við fiskveiðar í Norður-Atlants- hafinu í Edinborg. Þessi lönd voru: Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, írland, Island, Kan- ada, Noregur, Pólland, Sovétríkin, Spánn og Þýzkaland. Fundur þessi var haldinn að tilhlutan Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í samráði við Alþjóðahafrannsókna- ráðið (ICES) og Rannsóknarráð Norð- vesturatlantshafsins (ICNAF), og mættu fulltrúar allra þessara stofnana á fund- inum; má geta þess hér, að fulltrúi^Al- þjóðahafrannsóknaráðsins var dr. Árni Friðrikss. Frá Islandi mætti Már Elísson. Nauðsyn á góðum upplýsingum um fisk- veiðar, hagnýtingu og sölu aflans, hefur löngum verið viðurkennd af opinberum aðilum jafnt sem einkafyrirtækjum og samtökum þeirra. Þessar innanlandsþarf- ir, ef svo mætti kalla þær, eru margvísleg- ar, allt frá upplýsingum sem að haldi koma vegna útreikninga þjóðartekna, til upp- lýsinga í sambandi við markaðsmál — til handa fiskifræðingum og öðrum vísinda- mönnum er sinna haf- og fiskifræðum. Með vexti og viðgangi alþjóðlegrar sam- vinnu á ýmsum sviðum fær þessi hag- skýrslustarfsemi jafnframt alþjóðleg ein- kenni, og þannig þurfa samtök þjóða um efnahagsmál á vissum upplýsingum að halda, og einnig samvinna vísindamanna um rannsóknir á sjónum og sjávardýrum. Má því segja, að langt sé síðan að nauð- syn á samræmdri alþjóðlegri skýrslugerð á þessum sviðum varð aðkallandi. I þeim tilgangi var haldinn alþjóðleg- ur fundur á vegum FAO um fiskveiði- skýrslur — söfnun þeirra og útgáfu — í Kaupmannahöfn á árinu 1952. Þar sem þar var um fyrstu ráðstefnu sinnar teg- undar að ræða, var starf hennar að mestu fólgið í umræðum almenns eðlis og hvernig haga bæri undirbúningi þess að færa skýrslur hinna ýmsu þjóða til alþjóða- stofnana í hentugt form. Ofannefndur fundur í Edinborg gat á hinn bóginn einbeitt umræðum og störf- um ýmissa nefnda, sem settar voru á stofn, að sérstökum vandamálum og bent á leiðir til úrlausnar. Þetta verður bezt skýrt með því að minnast á þau helztu verkefni, sem fyrir fundinum lágu. — I fyrsta lagi var reynt að skilgreina þarf- ir hinna ýmsu aðila (ríkisstjórna, hag- fræðinga, fiskifræðinga, kaupsýslumanna og alþjóðstofnana). — I öðru lagi var rætt um þá erfiðleika, sem við er að etja í sam- bandi við fullnægingu þessara þarfa. — I þriðja lagi að leggja til á hvern hátt megi draga úr þessum erfiðleikum með því að samræma störfin o. fl. Og í fjórða lagi hvernig auka megi og bæta þessa þjónustu. Bráðlega er von á skýrslu um störf fundarins og verða þau þess vegna ekki rakin frekar hér. Verða eintök af þeirri skýrslu send til viðkomandi ríkisstjórna. MARKAÐSMÁL | 1——----------— --------------—j Norsk sölumiðstöö í London. Til þess að aðstoða norska útflytjeudur á brezka markaðinum, hefur útflutnings- ráðið norska sett upp eigin bækistöð í London. I tengslum við þessa skrifstofu ráðsins hefur verið innréttað smekklegt sýningar- herbergi, þar sem norsk fyrirtæki og brezkir umboðsmenn þeirra geta sett upp, smáar vörusýningar og jafnframt boðið til sín viðskiptavinum. — Allar innrétt- ingar eru að sjálfsögðu norskar. — Marg- ir norskir útflytjendur m. a. á matvælum hafa notfært sér þá möguleika, sem þetta fyrirkomulag býður og þykjast hafa haft af því góða raun. — Húsnæðið stendur útflytjendum til boða endurgjaldslaust, —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.