Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 13
ÆGIR 403 2. mynd: Aldnrs- og lengdardreifing ufsa við Noreg í einstökum mánuðum árin 1956—1959. Færeyjar og við Island. Steinar Olsen heldur því fram, að ufsi sá, sem gengur til íslands fari aðra leið en sá, sem fer til Færeyja, og að ufsinn, sem fer til Færeyja, haldi ekki áfram til Islands. Steinar Olsen heldur. að sennilegasta leið- in milli Noregs og Islands sé sú sama og síldin fer á milli þessara tveggja landa. Þessu til stuðnings færir hann það, að síldin hrygnir nú seinna við Noreg en áður, og að hrygningin hefur stöðugt færzt norður með ströndinni. Síldin er því nú í heimkynnum ufsans, er hún yfir- gefur Noreg, og ufsinn fylgir henni eftir Þjóðverjar hafa undanfarin ár merkt nokkuð af ufsa, sem veiddur hefur verið í botnvörpu. Þessar merkingar hafa hins- vegar ekki gefið mikinn árangur, vegna þess að mjög erfitt er að ná fiskinum ó- skemmdum með þessari veiðiaðferð. I janúar 1958 merktum við um 200 ufsa við suðvesturströnd íslands, á grunnu vatni og í góðu veðri, en frekari tilraun- ir í það skipti misheppnuðust. Auk þess- arar merkingar lánaðist okkur að merkja 25 ufsa við Noreg í nóvember 1958 og aðra 25 í marz 1959 við ísland. Úr merk- ingunni við ísland 1958 hafa alls endur- heimzt 8 fiskar. Allir fengust þeir við ís- land að einum undanskildum, er fékkst aðeins tveimur mánuðum síðar við Norð- ur-Noreg, og gefur sú endurheimt til kynna, að einnig séu göngur frá íslandi til Noregs. Af merkingunni við Vestur-Noreg hef- ur fengizt ein endurheimt við Færeyjar. Þessar endurheimtur, þótt fáar séu, gefa til kynna, að allmikil samskipti séu á milli þessara tveggja stofna, og lét eng- inn sér það til hugar koma fyrir 2—3 árum. Ýmsar aðrar athuganir benda einnig til breytinga í hegðun ufsans undanfarin ár. í því sambandi má nefna, að smáufsi hefur gengið mun lengra suður á bóginn með vesturströnd Noregs en dæmi eru til áður. Þetta kemur greinilega fram á 2. mynd, sem sýnir aldurs- og lengdardreif- ingu ufsans á Svíneyjarsvæðinu (út af Álasundi). Hér var óvenjumikið af ár- göngunum frá 1953 og 1954, en þeir eru báðir lélegir við norðurströnd Noregs. Af þessum sökum hefur verið ágætis ufsa- veiði á Svíneyjar-svæðinu. Einnig má nefna, að árin 1957 og 1958 fékkst tals- vert af ufsa merktum við Noreg, útaf Bjarnarey og álítur Steinar Olsen, að þessi tilfærsla ufsans standi í sambandi við lækkandi hitastig í austurhluta Bar- entshafs. Samtímis þessari aukningu ufsans á Svíneyjar-svæðinu hefur einnig komið í Ijós að árgangarnir frá 1953 og 1954 hafa vaxið óeðlilega hægt. Þessi hægi vöxtur mun þó ekki einungis stafa af of miklu fiskmagni í sjónum, heldur einnig orsakast af innblöndun ufsa úr Norður-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.