Ægir - 01.12.1959, Blaðsíða 6
396
ÆGIR
send Allsherjarþingi SÞ, sem kom saman
haustið 1958, var á þessa leið:
„Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um
réttarreglur á hafinu hefir, á grund-
velli skýrslu Þjóðréttarnefndarinnar,
gert samninga varðandi réttarreglur
um fiskveiðar og verndun lífrænna auð-
æfa úthafsins, rannsókn og nýtingu
náttúruauðæfa landgrunnsins og önnur
atriði snertandi réttarreglur á úthaf-
inu og frjálsan aðgang að sjó fyrir
lönd, sem ekki liggja að sjó,
hefir ekki tekist að ná samkomulagi um
víðáttu landhelginnar og ýmis önnur
atriði, sem rædd hafa verið í sambandi
við það,
telur æskilegt, að frekari tilraunir verði
gerðar þegar hentugt þykir til þess að
ná samkomulagi um atriði, varðandi
réttarreglur á hafinu, sem ekki hefir
tekist nú,
samþykkir að biðja Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna að taka til athug-
unar á þrettánda þingi sínu, árið 1958,
hvort ráðlegt sé að kveða saman aðra
alþjóðaráðstefnu stjórnarfulltrúa með
fullu umboði til þess að taka upp til
frekari athugunar þau atriði, sem ekki
tókst að leysa á þessari ráðstefnu“.
Með samþykkt þessarar tillögu var ráð-
stefnunni raunverulega lokið. Mun hún
vafalaust verða talin ein hin merkileg-
asta ráðstefna, sem haldin hefir verið á
vegum SÞ, bæði fyrir það, sem henni
tókst að leysa og einnig fyrir hitt, sem
henni tókst ekki að leysa.
Ráðstefnunni tókst að leysa mikinn
fjölda vandamála varðandi réttarreglur
á hafinu, eins og lýst hefir verið. I mörg-
um atriðum var um að ræða að festa
reglur, sem til höfðu orðið í tímans rás,
en einnig voru myndaðar ýmsar nýjar
reglur, sem vafalaust eiga eftir að marka
spor á þessu sviði alþjóðasamskifta.
Hinsvegar tókst ekki að leysa það vanda-
málið, sem mönnum fannst mestu skifta,
en það var að setja reglur um víðáttu
landhelginnar og fiskveiðilögsögunnar.
Hér var um að ræða atriði, sem aldrei
hefir tekist að setja neinar viðurkenndar
reglur um. Frá lokum síðustu styrjaldar
hefir orðið ör þróun í þessum málum og
má segja, að hver atburðurinn hafi rekið
annan. Öll hefir sú þróun gengið í þá
átt, að auka víðáttu landhelginnar og
vandamál fiskveiðilögsögunnar hefir auk
þess orðið sífellt fyrirferðarmeira.
Þessi ráðstefna hefði vafalaust getað
markað tímamót, ef henni hefði tekist að
ná samkomulagi um þessi atriði á þann
hátt, að allir hefðu getað við unað. Því
var ekki að heilsa. Þau ríki, sem um lang-
an aldur hafa aðhyllst þriggja mílna land-
helgi og reynt árangurslaust að fá alþjóð-
lega viðurkenningu á þeirri víðáttu,
sýndu fyrst framan af ráðstefnunni full-
komið skilningsleysi á þeirri þróun, sem
orðið hefir í heiminum undanfarna ára-
tugi. Þegar þeim varð ljóst, að þriggja
mílna reglan var með öllu úr sögunni
i'eyndu þær svo að þvæla málið með því,
sem þær nefndu málamiðlunartillögur, en
sem raunverulega gátu aldrei haft neina
von um að ná samþykki, þar sem þær
voru víðsfjarri því að taka nokkurt
tillit til hins raunverulega ástands. Segja
má því, að þessi ráðstefna hafi skilið við
þessi mál í algeru öngþveiti.
Ný ráðstefna hefir nú verið kvödd sam-
an, í marz 1960, og á hún að fjalla um
þau atriði, sem hin fyrri skyldi eftir ó-
leyst. Þau tvö ár, sem liðin eru frá hinni
fyrri ráðstefnu, verða þó ekki aftur tek-
in, né sú þróun, sem átt hefir sér stað á
þessum tíma. Ný vandamál hafa risið,
sem krefjast úrlausnar, og öll hníga þau
í þá átt að útilokað verður að teljast,
að nokkurt samkomulag geti fengist um
minna en tólf mílna fiskveiðilögsögu sem
lágmark og það án allra talanarkana.