Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.01.1963, Qupperneq 23

Ægir - 15.01.1963, Qupperneq 23
ÆGIR 17 Fiskveiðar árið 2000 Eftir Donald L. McKernan og Donald R. Johnson Niourlag. Við megum búast við því, að árið 200 verði þekking okkar á erfðafræði, lífeðlis- fræði og næringu fiska og skeldýra orðin svo víðtæk, að við getum ræktað ostrur, kú- fisk og ef til vill rækju með skipulögðum aðferðum. Sólarljós og fæðumagn verður nákvæmlega skammtað, og sennilega verða hraðvaxnari og kröftugri dýrin kynbætt, svo að afkvæmi þeirra fái sem æskilegasta eiginleika, svo sem fallegan lit, gott bragð og viðnám gegn sjúkdómum. Þessi af- kvæmi eru síðan ræktuð í þróm, sem þann- ig eru útbúnar, að öll ytri skilyrði til þroska eru eins hagkvæm og frekast verð- ur á kosið. Venjulegur sjór verður ýmist hitaður eða kældur eftir því sem bezt hentar á hverjum árstíma. Efnasambönd og sporefni verða notuð til að draga úr sjúkdómum, fækka ránfiskum og auka vaxtarhraða. Næringin verður annað hvort lifandi fæða, ræktuð sérstaklega í þeim tilgangi, eða gervifæða, unnin úr eggjahvítu og kolvetnum, auk ólífrænna efnasambanda, sem örva vöxtinn. 1 Banda- ríkjunum hefur markaðshæfur kúfiskur þegar verið ræktaður í rannsóknarstofum. Svipaðar tilraunir hafa einnig verið hafnar á laxi og silungi, og kemur í ljós eftir nokkur ár, hvernig þær takast. Skipstjórar stjórna veiðum frá mælaborði í stjórn- klefa. Árið 2000 verða bæði beinar og óbeinar aðferðir við að finna fisk orðnar miklu fullkomnari. Hægt verður að velja úr ótal upplýsingum um hvert eigi að fara hvaða ytri skilyrði séu hagkvæmust og hve miklu fiskmagni megi búast við. Þeg- ar skipið er komið á miðin, er hljóðgeisl- um beint niður í sjóinn í mismunandi fjar- lægð frá skipinu, þar sem auðvitað er fiskur af ýmsu tagi, og sýna þá sérstök tæki stærð og staðsetningu fiskitorfanna á nokkurra fermílna svæði. Fiskiskip aldamótaársins 2000 verða að miklu leyti sjálfvirk, með aðeins fárra manna áhöfn. Eiginlega er þar aðeins um að ræða smábáta, sem leggja fiskinn upp í móðurskip þar sem vinnsla hans fer fram. Sjómennirnir snerta aldrei aflann, og öllum aðgerðum er stjórnað úr brúnni, þar sem skipstjórinn og fiskikapteinninn segja fyrir verkum. Þá koma til sögunnar neðansjávartogar- ar, sem leita uppi og elta fiskitorfur, geta stundað veiðar hvernig sem viðrar, og togað án þess að hlé verði á milli. Notkun á föstum fiskigildrum við strendurnar, og jafnvel úti á opnu hafi, færist í vöxt. Flestar þessar gildrur eru þannig útbún- ar, að þær geta valið fiskinn úr eftir stærð Fjarstýrðir neðansjávartogarar geta veitt i hvaða veðri, sem er.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.