Ægir - 15.12.1964, Blaðsíða 4
890
ÆGIR
í nóvembermánuði og varð afli hans 5
lestir.
GrundarfjörSur: Þaðan hefir ekkert
verið róið í nóvembermánuði.
Stykkishólmur: Þaðan hafa 8 bátar
stundað lóðaveiði, hafa þeir aflað 142
lestir á tímabilinu og farið 27 sjóferðir.
Gæftir hafa verið fremur stirðar, eink-
um síðari hluta mánaðarins.
VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR
í nóvember 1964.
Tíðarfar var ákaflega umhleypinga-
samt og skilyrði öll erfið til sjósóknar, þó
að róið væri flesta daga. Aflinn var og
sáratregur, þó að gæftir væru, og virtist
hvergi fisk að fá, hvar sem lagt var. —
Patreksfirðingar og Tálknfirðingar fengu
þó nokkra góða róðra, og er aflinn mun
betri í þessum tveim verstöðvum.
37 bátar stunduðu róðra í mánuðinum,
og varð heildarafli þeirra 2325 lestir,sem
er 660 lestum minni afli en árið 1963 og
2060 lestum minna en árið 1962. Er með-
alafli í róðri nú aðeins 4,5 lestir og aðeins
4 bátar, sem öfluðu 100 lestir í mánuðin-
um, en í fyrra voru 10 bátar með yfir
100 lestir, og árið 1962 voru 25 bátar með
yíFir 100 lestir í mánuðinum, en róðraf jöldi
er mjög áþekkur öll árin. Aftur á móti
hefir þeim bátum farið fækkandi, sem
veiðar stunda með línu á haustvertíðinni.
37 bátar stunduðu nú veiðar, þar af 2
með net, árið 1963 voru þeir 45 og árið
1962 voru gerðir út 63 bátar á línu í
fjórðungnum.
Aflahæsti báturinn í mánuðinum var
Dofri frá Patreksfirði með 152 lestir í 20
róðrum, en í fyrra var Andri frá Bíldu-
dal aflahæstur með 154,7 lestir í 21 róðri.
Nú um mánaðamótin fóru nokkrir bát-
ar frá Djúpi alla leið suður í Kolluál, og
fengu þeir mun betri afla, bæði að magni
og gæðum, því að yfirleitt hefir sá fiskur,
sem fengizt hefir, verið ákaflega smár,
nema ýsan. Eru það orðnir æði erfiðir
róðrar,' þegar farið er að róa frá Djúpi
suður að Kolluál í svartasta skammdeg-
inu.
5 bátar frá Vestfjörðum voru við síld-
veiðar í Faxaflóa í nóvember, en fengu
heldur lítinn afla og voru allir komnir
austur fyrir land um mánaðamótin.
Aflinn í einstökum verstöðvum:
Patreksfj öróur:
Dofri ............ 132,0 lestir í 20 róðrum
Sæborg 126,6 — - 19 —
Tálknafj örður;
GuSm. á Sveinseyri 107,7 — - 19 —
Sæúlfur 74,8 — - 14 —
Bíldudalur:
Andri 66,7 — - 15 —
Þingeyri:
Framnes 67,0 — - 12 —
Þorgrímur 49,5 — - 11 —
Fjölnir 47,0 — - 9 —
Flateyri;
Hilmir II 68,5 — - 15 —
Hinrik GuSmundsson 51,0 — - 10 —
Rán 31,2 — - 7 —
Bragi 15,4 — - 6 —
Suðureyri:
Sif 67,6 — - 13 —
HávarSur 67,6 — - 13 —
Friðbert Guðm. . . 65,1 — - 13 —
Stefnir 46,9 — - 13 —
Gyllir 26,1 — - 9 —
Bolungavík:
Hugrún 83,1 — - 18 —
Þorl. Ingimundarson 74,8 — - 16 —
Einar Hálfdáns 74,1 — - 12 —
Heiðrún 52,2 — - 13 —
Guðrún 33,7 — - 16 —
Húni 27,5 — - 14 —
Bergrún (net) .... 5,5 — - 8 —
Hnífsdalur:
Mímir 66,8 — - 15 —
Páll Pálsson 61,9 — - 15 —