Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1964, Side 12

Ægir - 15.12.1964, Side 12
398 ÆGIR 1939, en lögðust niður á stríðsárunum. Að undanteknu fyrsta árinu, þar sem ef til vill var um einhverja byrjunarörðug- leika að ræða, var ársveiðin á bát á milli 40 og 50 hvalir og var greinilegt að stofn- inn hafði rétt allmikið við á þeim 20 ár- um, sem hann var friðaður af íslendinga hálfu. Hinsvegar er ekki hægt að tala um aigera friðun stofnsins á þessu tímabili, því Norðmenn byrjuðu hvalveiðar frá móðurskipum í Norður-Atlantshafi árið 1929 og veiddu m.a. talsvert af hval á hin- um gömlu veiðisvæðum við ísland. Á ár- unum 1929—1934 nam heildarveiði þeirra 243 steypireyðum og 2348 langreyðum. Það er því ekki hægt að segja að hval- stofninn við Island hafi verið alfriðaður í meira en 14 ár. Hinsvegar lögðust þessar móðurskipaveiðar Norðmanna niður eftir 1934 og hafa ekki verið stundaðar síðan. Heildarveiði Islendinga á árunum 1935- 1939 nam alls 469 hvölum, af því voru 30 steypireyðar og 375 langreyðar. Hlutfall- ið milli þessara tveggja tegunda var því mjög líkt í veiði íslendinga og móður- skipaveiði Norðmanna. Hvalveiðar hér við land lögðust niður í seinni heimsstyrjöldinni eins og fyrr seg- ir, en hófust að nýju árið 1948 er hval- veiðistöðin í Hvalfirði hóf starfsemi sína. Á ái’unum 1948—1964 hafa alls verið skotnir 6429 hvalir hér við land. Flest er af langreyð, 4011 eða 64% af heildar- fjöldanum. Þá kemur búrhvalur, 1347 eða 21,0%. Af sandreyð hafa fengizt 902 eða 14,0% og loks af steypireyð 163 eða 2,5%, en þessi tegund var friðuð árið 1960. Loks hafa veiðzt 6 hnúfubakar, en þessi tegund var friðuð árið 1955. Eins og kemur fram á 2. mynd hafa verið allverulegar sveiflur í veiði hinna einstöku tegunda og er því nauðsynlegt að athuga hverja tegund fyrir sig. Langreyður: Á 3. mynd eru sýndir veiðistaðir langreyðar á árunum 1961-64. Öllu hafsvæðinu umhverfis Island er skipt í reiti, sem eru að stærð ein lengdargráða og hálf breiddargráða og auk þess er hverjum reit skipt í fjóra smáreiti, a, b, c og d og er á þennan hátt vitað mjögná- kvæmlega um veiðistað hvers einasta hvals, sem skotinn hefur verið við ísland síðan árið 1951. Eins og kemur fram á myndinni hefur veiðisvæðið, þessi árin aðallega verið djúpt úti af Faxaflóa og Breiðafirði, en þó eru nokkrar sveiflur í þessu frá ári til árs. — Á s.l. hvalvertíð veiddist svo til enginn hvalur úti af Reykjanesi eins og var mjög einkennandi fyrstu árin eftir að stöðin tók til starfa. Aðalveiðin fór fram djúpt úti af norðan- verðum Breiðafirði, en í þessari grein 2. niynd. Árleg veitSi ein- stakra tegunda af hval viS ísland áárunuml948- 1964.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.